Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 40
32
BÚNAÐARRIT
stundum óreglulega sepótt. Lengdin er frá 16 — 26 cm
og breiddin frá 4—36 cm.
Tegund þessi vex alstaðar kring um landið á klettum
i flæðarmáli og víðast hvar er mikið af henni. Það er
óhætt að fullyrða að þessi tegund er næringarmest allra
þörunga hér við land. Skyldar tegundir eru ræktaðar í
Japan, og þykja þar herramannsmatur. Yíða mætti koma
við að rækta purpurahimnu hér á landi.
Önnur tegund (Porphyra miniata) vex í fjörupyttum
og neðan við fjörumarkið. Hún er mikiu rauðleitari á
litinn og get.ur orðið 29 cm á breidd og 43 cm á lengd.
Hún er algeng við strendur íslands. Eflaust er hún og
ágæt fóðurjurt, en bæði er minna af henni en Porphyra
umbilicalis og svo er erfiðara að ná í hana.
15. Söl (Rhodymenia palmata). Þalið er þunt og
flatt, rautt að lit, mjög stuttleggjað, fleyglagað og klofið
að ofan í tvo eða fleiri tungumyndaða sepa. Stundum eru
þaljaðrarnir alsettir smærri eða st.ærri randsprotum.
Lengdin frá 2—41 cm og breiddin frá 4—10 cm.
Sölin eru algeng alstaðar víð strendur landsins. Þau
vaxa neðan við þangbeltið og ná oft niður í djúpgróður-
inn; þau eru t. a. m. alltíð á þaraleggjum.
Sölin eru mjög góð fóðurjurt og ganga næst purpura-
himnu. Vex viða mjög mikið af þeim, og eflaust gætu
þau orðið landsmönnum að miklu gagni bæði til mann-
eldis og skepnufóðurs. Sölvatekja ætti hér að aukast og
verða almennari.
16. Fjörugrös (Chondrus crispus). Plantan er hörð
viðkomu, næstum því brjóskkend. Þalið er flatt og marg-
forkkvíslað, breiðast greinarnar mjög út á tvær hliðar
ofantil og plantan er því allbreið um sig hið efra. Liturinn
er purpurabrúnn með bláleitum biæ. Tegundin er all-
breytileg. Aðaltegundin er 9—11 cm á hæð og hinar
efri þalgreinar 2—5 mm á breidd.
Breiða afbrigðið er 8—10 cm á hæð og efri greinarnar
5—10 mm á breidd.