Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 43
BÚNAÐARJiIT
35
í töðu er 3,4%. „Eterextrakt" inniheldur fitu o. fl.
Þangtegundirnar, sem annars eru taldar fremur lakar
fóðurjurtir, hafa um helmingi minni fitu en taða, en
miklu meiri fitu en hinar þörungategundirnar. Annað
sem einkennir þörungana er það hvað askan er ákaflega
mikil. Hún var frá 19,95—30,15% af þurefninu í þeim
tegundum, sem Ásgeir rannsakaði. Mikið er af matar-
salti í öskunni og talsvert af brennisteinssúrum söltum.
Til samanburðar við landjurtir má nefna að í töðu er
askan 9—10°/o af þurefninu, og í gulstör 5,9%. Þótt
næringarefnin í þörungunum séu góð þá getur verið
eitthvað athugavert við alla þessa ösku. Engin ástæða
er þó til þess að álíta að matarsaltið skaði heilsu fón-
aðarins, en líklegt er að brennisteinssúru söltin geri lin-
ar hægðir, að minsta kosti þangað til skepnan venst
þeim. En þá eru og önnur efni í öakunni t. a. m. joð,
er það oft örlítíð, en getur orðið um 0,6°/« af þurefninu
(eftir úilendum rannsóknum). Sé þörungagjöfin allmikil
og lítið eða kannske ekkert af öðru fóðri, getur vel verið
að joðið sé ekki holt. Norðmenn* 1) tala urn sjúkdóm, sem
þeir kalla joðsýki (jodismus), er veldur óþrifum, meg-
urð og veiklun í öndunar- og meltingarfærum. Norðantil
í Noregi er veiki þessi alkunn og kemur einkum á vorin
þegar fóðrað er eingöngu af sæþörungum. Það er meira
joð í þarategundum en þangi, og meira joð í plöntun-
urn eftir því sem norðar dregur.
Þá eru þau efni sein Ásgeir kallar „önnur köfnunar-
efnislaus sambönd", unr það helmingur af þurefninu. Það
eru aðallega kolvetni og auðvitað góð næringarefni.
Kostur er það við þörungana að „Sellulosa" er mjög
lítið, en þau efni eru með öllu ómeltanleg.
Eftir þessu er þá þörungafóðrið tiltölulega fátœkt af
eggjalivítuefnum (af því að svo lítið meltist af köfnunar-
1) Beretning om Norges Landbrukshojskoles Yirksomhed fra
1. juli 1915 til 30. juni 1916 Kristiania 1917.
*3