Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 46
38
BÚNAÐaKRIT
Hygg ég að skepnunum verði það að góðu, ef skamt-
urinn er ekki of stór. Þá kemur og upp við sjáfarsið-
una kyn, sem venst þörungum og verður meira úr
þörungafóðri en óvönum skepnum.
En ef svo óheppilega vildi til að menn, sökum fyrir-
hyggjuleysis eða óhappa, hefðu oflítið af heyjum og yrðu
að láta skepnur sínar lifa á sæþörungum að mestu leyti,
þá er að muna eftir því, að sæþörungafóðrið er eggja-
hvítulítið og fitulítið. Verða menn þá að bæta við gjöf-
ina eggjahvíturíku og fituríku fóðri, t. a. m. síld, síldar-
mjöli, fiskiæti o. fl. o. fl.
Þörungagjöfin á að vera regluleg og getur verið reglu-
leg við sjáfarsíðuna, þar sem nóg er af þörungum. En
stundum ber við að grasvöxtur er óvenjulítill, og þá
verða líka heyin Jítil, eða að nýting er vond og þá eru
heygæðin litil. Þegar svo ber undir getur verið að þeir,
sem annars ekki eru vanir að nota þörunga til fóðurs
verði að afla þeirra, og sé fjarlægðin frá sjó því ekki
til hindrunar, ættu menn og að byrja strax á haustin
og gefa ákveðinn skamt daglega. En auðvitað getur oft
verið erfitt að hafa þörungagjöfina reglulega er svo
stendur á, og sérstaklega ef um langan veg er að flytja.
Vel hefir gefist. hér á landi að gefa sæþörunga með
hröktum heyjum.
Til þess að þörungagjöfin geti verið regluleg allan
veturinn, er nauðsynlegt að menn hafi þörungabirgðir
eigi alllitlar. Menn afla sér þörunga á mjög mismunandi
hátt. Það er alkunnugt að öldurnar varpa oft miklum
þarahrönnum á land. Hrannirnar eru notaðar bæði til
beitar og þörungatekju. En ef hrannirnar bregðast, hafa
skepnurnar sumstaðar ekkert t.il næringar. Björn Hall-
dórsson (Grasnytjar) getur um dæmi þessu til sönnunar
frá Vesturlandi: „Þegar þetta þararek bregst, verður oft
fjárfellir á þeim bæjum sem hans var von, því menn
vænta hans alltíð“. Svipað þessu gæti víst komið fyrir
enn þann dag í dag hér á landi. Menn verða að muna