Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 47
BÚNAÐARRÍT
39
það, að þeir mega ekki treysta því að öldurnar séu
altaf að ómaka sig með matarbjörg handa þeim og fén-
aði þeirra. Þeir eiga að taka þörungana þar sem þeir
vaxa, og taka mikið af þeim og safna birgðum til vetrar-
ins. Hitt er annað mál, að sjálfsagt er að nota góðar
hrannir, er þær ber að landi.
Bezt mun vera að taka þörungana að vorinu þegar
mestu vorverkin eru búin, en áður en sláttur byrjar.
Menn eiga að taka söl meðan endist, því að þau eru
bezt eins og fyr er getið, þar næst eiga menn að taka
beltisþara og lcjarna og gæta þess að gróblöðin fylgi.
Áður er talað um hvaða aðferð eigi að hafa til þess að
losa þörungana. Þegar búið er að losa þá, á að flytja
þá á land á góðan þurkvöll, og þurka þá sem annað
hey. Mun það taka nokkra daga, eítir því hve góður
þurkurinn er. Þegar búið er að þurka, eru þörungarnir
fluttir í hlöðuna og geymdir þar til vetrar. Geymast þeir
vel, eins og kunnugt er, af því að svo mikið salt er í
þeim.
Þá er og sú aðferð að súrsa þarann. Hefir Daníel
bóndi Jónsson á Eiði fyrstur manna reynt það og gefist
vel (sjá Búnaðarrit 20. ár 1906, bls. 228). Hann tók
Þörunga úr hrönnum, gróf gryfju í grjótmalarkamb, litla
til að byrja með, 2X2 álnir og 3 álnir á dýpt, og hlóð
hana að innan með streng, sem hann varð að flytja að,
því að rista var ekki nærri. í þessa gryfju flutti hann
svo 60 tunnupoka af blautum þara og fergði með grjóti.
Eftir 6 vikur tók hann fargið af og var þarinn þa siginn
um 2/s, mjög fergður og mátti stinga hann sem sauða-
tað og kljúfa hnausana í flögur. Sauðfé át þenna súrsaða
þara með mikilli græðgi. Daníel gaf kindinni 2 pund á
dag af súrþara og dró V« af heygjöfinni að minsta kosti.
Þessa aðferð ættu fleiri að reyna, og væri heppilegt
að hagnýta sér hrannir á haustin og veturna með því
að súrsa eins mikið af þeim og unt er. Á vorin er einnig
oft heppilegt að súrsa þarann.