Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 56
48
BÚNAÐARRIT
Fyrsta atriðinu verður fyrst um sinn ekki svarað með
öðru en tilvisun til rannsóknar á heyi því, sem notað
var á Síðumúla (sjá Búnaðarrit 1916, bls. 151, nr. 1)
og mun það lítið gefa eftir því heyi, sem P. Z. iniðar
við. Mér er og kunnugt um, að á Leifsstöðum er hey-
gott; sézt það lika á þvi, að heygjafaflokkurinn þar hefir
mun betra viðhaldsfóður með litlu meiri dagsgjöf en í
Síðumúla, og þó eru Leifsstaða-ærnar talsvert þyngri, og
mundu því teljast að þurfa meira.
Um næsta möguleikann er rótt að taka fram, að
þessar fóðurtilraunir hafa að eins verið gerðar á sauðfé
hér. En eftir reynslu athugulla manna, sem á matfóðrun
hafa þurft að halda handa öllum skepnum, hefir það
ekki komið fram, að meira hey mætti draga af sauðfé
hlutfallslega en öðrum búfjártegundum, en ætíð mun
samt nokkru ráða um þetta hverjar kraftfóðurtegundir
um er að ræða.
Þá er sú úrlausnin eflir, hvort efnahlutföll í útheyi
hér séu svo óheppileg, að nauðsyniegt sé að hafa annað
fóður með, til þess að fóðurgildi þess njóti sín. Um það
ætla eg mér ekki að gefa svör, en hitt dylst mér ekki,
að liggi þar ráðningin á þeim mismun, sem er á niður-
stöðu þessara heimilda, þá er málið stórmikilsvert fyrir
islenzkan landbúnað, því af þessu mætti draga þá ályktun
að af öllum heyafla landsins sé talsverðum hluta kastað
algerlega á glœ vegna óskynsamlegrar fóðurhlöndunar.
En til þess að rannsaka og útskýra það mál, er bænda-
stéttinni lítill fengur í uppskrifuðum tölum úr útlendum
vísindabókum, móts við það, að gerðar séu sem víðtæk-
astar og nákvæmastar fóðrunartilraunir til að leiða í Ijós
hið raungæfa notagildi þeirra fóðurtegunda, sem hér eru
fyrir hendi, handa þeim skepnum, sem hér eru.
Til að fyrirbyggja misskilning skal eg taka það fram,
að með ummælum mínum er eg ekki að draga úr gildi
eða nauðsyn efnarannsókna á fóðurtegundum. Þær álít
eg afar-nauðsynlega undirstöðu, en það á ekki að nota