Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 57
BÚNAÐARKIT
49
þá þekkingu, sera þær veita, til að draga saman talna-
kerfi, sem alþýðu manna er ofraun að skilja eða leysa
svo að notum komi, heldur til að skapa Ijösa, alþýðlega
fræðslu til leiðbeiningar við rétta hagnýtingu fóðurteg-
undanna. Þá yrði hægra um vik fyrir einstaka áhuga-
menn að gera fóðrunartilraunir, sem miðuðust við þá
staðhætti alla, sem hjá þeim væri um að ræða.
Þá skapaðist innlend reynsla.
Ritað í raaí 1917.
J. Oautr Pétrsson.
* *
*
Atlis. Þar sem höfundurinn gerir saraanburð á niðurstöðu
tilraunanna, eins og honum telst til að hún sé, og á fóðureininga-
fræði P. er hann svo kallar, þá er það athugandi, að ástæða
er til að ætla, að hér sé um ólík atriði að ræða, er beinlínis sé
rangt að bera saman.
Allir fóðureiningaútreikningar, jafut l’. Z. sem anuara, eru í
því fólgnir, að ákveðinn þungi af einni ákveðinni fóðurtegund
er skoðaður sem eining og lagður til grundvallar við útreikn-
inga á þvi, hversu mikill þuugi af hverri einstakri fóðurtegund
annari jafngildi frumeiningunni.
Þessir útreikningar, sem þannig miða að þvi, að gera saman-
burð á fóðurgildi hinna ýmsu fóðurtegunda, verða að byggjast
á þvi, að hverjar fóðurtegundir sem notaðar eru eða hvernig sem
skift er um þær, þá séu efnahlutföll fóðursins í heild sinni þannig,
að skepnurnar fái hvorki of-lítið né heldur óþarflega mikið af
hverjum íiokki þeirra næringarefna fyrir sig, er líkaminn þarfnast,
eggjahvítuefna, fitu og kolvetna.
En nú bendir höfundurinn á það, að niðurstaða tilraunanna
geti stafað af því, að efnahlutföll útheysins hafi verið óheppileg,
eða með öðrum orðum í ósamrromi við þarfir líkamans, og er þá
augljóst, að ef svo er, þá er skakt að gera samanburð á niður-
stöðu tilraunanna og fóðureiningaúti’eikningum P. %., er eins og
aðrir slíkir útreikningar byggÍBt á því, að efnahlutföll fóðursins
séu ávalt í fullu samræmi við líkamsþöríina, þannig að hvorki sé
skortur á neinu næringarefni eða meira af því en líkaminn getur
notfært sér.
4