Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 67
BÚNAÐARRIT
59
hryssum, þá hafa veriö leiddar undir hann árlega síðustu
3 árin um og yfir 30 hryssur frá utanfélagsmönnum.
Bendir það, meðal annars á, að hesturinn hefir reynst vel.
Bleikur heflr oft verið sýndur. Á héraðssýningu að
Þjórsártúni 1912, 1914 og 1916 hlaut hann 1. verðl.
7. jHrossarœktarfélag Hvammshrepps í Mýrdal í V.-
Skaftafellssýslu, stofnað 11. apríl 1914, með 18 mönn-
um, er þá undirskrifuðu Jög félagsins. Nú eru félagar
þess 24 alls. — Þá um vorið kaupir félagið hest, bleik-
nösóttan, ættaðan frá Guðrúnarstöðum í Yatnsdal i Húna-
vatnssýslu, þá 6 vetra. Er hann af góðu kyni í báðar
ættir, undan bleikum hesti 6 vetra og bleikálóttri hryssu
9 vetra. Hann er gjörfulegur á vöxt, 141 cm. á hæð,
tápmikill og allur þrekvaxinn. Hann hefir reynst ágæt-
lega. Honum var gefið nafnið Húni.
Húni hefir oft verið sýndur. Á héraðssýningu að
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu 17. júuí 1912 og 2. júní
1913 hlaut hann (4 og 5 vetra) 2. verðL, og var þá
137 cm. á hæð. Á Þjórsártúnssýningunni, 11. júlí 1914,
fékk hann einnig 2. verðl., en á sýningunni 8. júlí 1916
hlaut hann 1. verðl., og var þá orðinn 141 cm. á hæð.
Félagið hefir nú notað hestínn til undaneldis undan-
farin fjögur ár, en varð að selja hann og gelda í haust
vegna einhverrar alvarlegrar misklíðar við utanfélags-
mann eða menn. Var það illa farið, og tjón fyrir félag-
ið að þurfa að farga hestinum á bezta aldri.
8. Hrossarœhtarfélag 'Villingahóltslirepps í Árnessýslu,
stofnað 1914. Flestir búendur hreppsins gengu í félagið
og voru félagar þess 1915, 34 alls.
Félagið leigði hest, sótrauðan (VindJ frá Skarði í Gnúp-
verjahreppi í 2 ár, 1914 og 1915, 4—5 vetra, 135 cm.
á hæð. Hann fékk 2. verðl. á sýningu að Þjórsártúni 1914.
Vorið 1917 kaupir félagið svo hest, móálóttan, ættaðan
frá Hnausum í Húnavatnssýslu, af hestakyni Magnúsar