Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 74
66
BUNAÐARRIT
Undir annan voru leiddar 29 hryssur, og af þeim áttu
einnig 12 folöld eða 46,2%. Og af þeim, er leiddar voru
undir bezta hestinn, nam það því, að 51% af hryssun-
um átti folöld.
Hér er því um allmikinn mun að ræða, sem vert er
að veita athygli. Að vísu var því um kent, að sumir
þessara hesta hefðu verið of feitir.
Hér á landi er enn lítil sem engin reynsla fengin um
þetta. — í öllum hrossaræktarfélögunum ganga hryss-
urnar með hestunum í gerðum. Að eins eitt félagið hefir
enn ekki komið upp girðingu — hrossaræktarfélag Gaul-
verjabæjarhrepps — og fóðrar því kynbótahestinn inni,
og hryssunum haldið undir hann. Er svo um samið við
formann félagsins, að hann haldi því áfram fyrst um
sinn, í 3—5 vor, enda ekki hlaupið að því nú sem
stendur að útvega girðingarefni eða girða. — En til-
gangurinn með þessu er þó aðallega sá, að gera hér
tilraun, og fá samanburð á folalda-viðkomunni eða
tímgunarvanhöldunum í þeim félögum þar sem hryss-
urnar ganga með hestunum og í þessu félagi. Enn er
engin reynsla fengin um þetta, þvi að félagið er ungt,
rúmlega hálfs annars árs.
Um tímgunarvanhöldin í hrossaræktarfélögunum hér
er það að segja, að þau eru engu lakari en víða gerist
annarsstaðar. Skýrslur félaganna ná að vísu skamt, sem
við er að búast, þar sem flest félögin eru nýlega komin
á fót, og skamt síðan að farið var að krefjast skýrslna
um starfsemi þeirra. Og svo hafa sum félögin eða for-
menn þeirra vanrækt að senda skýrslu.
Af hryssum sem gengu með graðhestunum i 9—14
daga vorið 1915, var útkoman árið eftir, 1916, þessi:
í liroBsaræktarfélögum: Hryssur alls. Attu l’olöld. HlutfallBtala*
Austur-Landeyinga ... 15 12 80,0°/o
Hraungerðishrepps ... 31 24 77,4—
Rélagið „Atli"....... 57 39 68,4—
Hvammshrepps.......... „ „ 90,0—