Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 75
BÚNAÐARRIT
67
Þetta verður að meðaltali 78,95°/o, eða sama sem að
af hverjum 100 hryssum hafi nálægt 79 átt folald, og
má það gott heita,
Hvað er nú sem veldur því, að sumar hryssurnar
sem ganga með hestunum í gerðunum, eru folaldslausar ?
Þessu er ekki auðvelt að svara, og sízt í stuttu máli.
Orsakirnar að því geta verið margar, og jafnvel sín í
hvert skiftið. Það getur verið ófrjósemi, er veldur þessu,
bæði hjá hryssunni og hestinum. Einnig getur þetta
stafað af veiklun eða veikindum í getnaðarfærunum. —
En út í þá sálma verður ekki farið hér.
Aðalástæðan til tímgunarvanhaldanna í hrossaræktar-
félögunum hér á landi hygg eg vera ófrelsið, sem skepn-
urnar búa við. Þeirrar skoðunar er og Einar bóndi Arna-
son í Miðey, er verið hefir formaður og aðalfrömuður
hrossaræktarfélags Austur-Landeyinga. — Hrossakynbóta,-
gerðin eru ílest fremur lítil (10—20 hektarar). Þau troð-
ast fljótt og beitin verður því ekki eins góð og ella.
Bæði vegna þessa, cg eins hins, að hrossin hér eru vön-
Ust ótakmörkuðu frjálsræði, þá líður þeim ekki vel í
gerðunum, er til lengdar lætur, og leiðist. Þetta dregur
íjör úr hryssunum og hestinum lika. Hann hugsar mest
um það, að lcomast út úr girðingunni, og skiftir sér þar
af leiðandi rninna af hryssunum en hann ella mundi gera.
Vegna þess, að hryssurnar kunna ekki við sig og líður
hálf-illa, verða þær naumast álægja, nema þær hafi verið
það, er þær voru látnar inn í gerðið. Af þessu leiðir svo,
að þær verða folaldslausar, fleiri og færri.
Vanalega er hver hryssa látin vera með hestinum £
gerðinu í 8—14 daga, og sumar lengur. Þær eru látnar
inn þegar menn ætla, að gangmál þeirra sé í nánd.
Hryssurnar eru því oft lengur inni en þær þyrftu að vera.
Meðan að gerðin eru lítil, og mikil örtröð í þeim,
ætti að gæta þess, að láta hryssurnar ehlci inn í
gerðið til hestsms fyr en á gangtnáli, eða eftir að þœr
eru orðnar álœgja. Þurfa þær þá ekki að vera inni lengur