Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 76
68
BÚNAÐARIUT
en í 8—9 daga í lengsta lagi, og um leið er þá meiri
trygging en ella fengin fyrir því, að þær fyljist.
Hryssur ganga vanalega með í 48—50 vikur og stund-
um lengur, eða með öðrum orðum í 336—356 daga.
Oft ber það við, að þær verða álægja 7—9 dögum frá
köstun, einkum ef þær eiga folöld á hverju ári, og síðan
á 2—3 vikna fresti, eða nánara tiltekið á 14—24 daga
fresti. Geta menn þá, ef þeir athuga þetta, farið nærri
um það, hvenær hryssan muni verða álægja, og hagað
sér svo eftir því með að hleypa henni til hestsins.
En annars er nauðsynlegt að hafa gerðin stœrri en
þau eru. Þau þyrftu helzt að vera svo stór, að hrossin
flndu sem minst til ófrelsisins. Mundi naumast veita af,
að þau væru 40—60 hektarar að flatarmáli. Landið þarf
að öðru leyti að vera vel valið. Bezt að það sé þurlent
og sem mest vallendi eða vallendiskent. Gott að nota
til þessa rúmgóða og grösuga afdali, þar sem þeir eru.
En sé annars erfitt um að fá hentugt land til að girða
í þessu skyni, verður að kaupa jörð til þess og leggja
hana í eyði að nokkru eða öllu leyti.
Þá er það og nauðsynlegt, að graðhesturinu sé sæmi-
lega alinn. Er hann þá vanalega líflegri. Auk þess verður
að taka það með 1 reikninginn, að um fengitímann hor-
ast hann, og þarf hesturinn því að vera vel fær eða í
góðu standi, þegar honum er slept í gerðið.
IY. Hrossasýningarnar.
Sýningar á hrossum eru eitt af því, sem gert hefir
verið til þess að vekja menn til umhugsunar um hrossa-
ræktina, og hvetja til umbóta í þeirri grein. Sýningar
þessar eru komnar á fastan rekspöl að því leyti, að þær
era haldnar annaðhvort ár i liélztu hrossahéruðum
landsins, Annað árið eru þær haldnar hér austanfjalls,
fyrir Árnes- og Rangárvalla sýslur, með fóstum sýn-
ingarstað að Þjórsártúni. — Vestur-Skaftafellssýsla var