Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 80
72
BÚNAÐARRIT
enn ekki verið gerð gangskör að því, að láta afkvæmi .
gripanna fyigja þeim á sýningarstaðinn. Enda er oft erfltt
að koma því við, og aukinn kostnaður því samfara. En
víst væri það þarft og nauðsynlegt, að sú skipun yrði
gerð á sýningunum, að afkvæmi sýningargripanna fylgdu
þeim á sýningarstaðinn, og gripirnir, bæði hestar og
hryssur, metnir svo og verðlaunaðir eftir kynbótahæfi-
leikum þeirra og arfgengi.
En þá verður um leið að auka styrkinn til sýning-
anna að verulegum mun. Hjá því yrði ekki komist.
Heyrst hafa raddir um það, að fyrirkomulagið með
verðlaunin væri óhentugt. Þeir hinir sömu vilja fara
þar að dæmi Englendinga, þegar þeir halda sýningar á
sínum heimsfrægu skepnu-kynjum, t. d. veðhlaupahest-
um ,eða stutthornaða nautgripakyninu, og hafa verð-
iaunin fá, en þeim mun hærri, jafnvel alt að helmingi
þess verðs, sem gripurinn er verður. Yerðlaunin eru þá
oftast ein eða í mesta lagi þrenn, fyrir hvort kynið —
karlkynið og kvennkynið — innan hvers kyns, og fá
þannig ekki verðlaun nema einn eða örfáir gripir í
hvert sinn.
Þetta fyrirkomulag á við og þrífst, þar sem búpenings-
ræktin er komin langt á leið til fullkomnunar. En hér
hjá oss er langsamlega ótímábœrt, að innleiða þessa
reglu. Meðan verið er að byrja á endurbótunum og
ryðja þeim til rúms — en það tekur langan tíma —
verður hagkvæmast og affarasælast, að veita fleiri verð-
laun en lœgri. Þessari reglu hafa og aðrar þjóðir fylgt,
að minsta kosti lengi fram eftir, meðan búfjárræktinni
hjá þeim var að fara fram. Og þetta verðlaunafyrir-
komulag er enn algengt um öll Norðurlönd og víðar
urn heiminn.
Sem dæmi má nefna, að á nlcissýningum í Danmörku
árið 1916 voru sýndir 421 graðhestur, og af þeim fengu
354 verðlaun eða um 84%.
Hitt er annað mál, að verðlaunafjöldinn getar farið