Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 82
74
BÚNAÐARRIT
enn ekki náð neinni fótfestu, nema helzt hér á Suður-
landi. Sumstaðar, þar sem hrossin eru einna flest, er
áhuginn á þessum umbótum sára litill, og lítil eða engin
viðleitni gerð til þess, að bæta kynið. Hestar 2—3 vetra,
óvaldir, eru notaðir til undaneldis, og allar hryssur,
stórar og litlar, ljótar og fallegar, ungar og gamlar eru
látnar eiga foiöld, ef þess er annars kostur. Þar sem
þessu fer fram, og meðan þetta er látið aískiftalaust,
er ekki neinna umbóta að vænta í þessari grein.
Unibætur þær, sem gera þarf, eru aðallega í því fóignar:
1. Að stækka hestakynið, og gera það íturvaxið.
2. Að aðskilja hestana, reiðhestana frá akhestunum.
3. Að gera hrossin einlit og leggja stund á, að rækta
einstaka liti.
I áðurnefndri ritgerð minni í Búnaðarritinu (30. árg.
1916) hefi eg rætt nokkuð um öll þessi atriði, og reynt
að sýna fram á, hver nauðsyn væri á því, að þessum
umbótum yrði sem fyrst komið í framkvæmd. — Mesta
fjárhagslega þýðingu hefði það, að auka stœrð hesta-
kynsins, bæði með tililti til notkunar innanlands —
aksturs og dráttar — og eins að því, er snertir sölu
þeirra út úr landinu. Yerðmunur hér innanlands á hest-
um eftir stœrð hefir verið töluverður. Árið 1915 var
markaðsverðmunurinn á hrossum, sem voru 126 cm. á
stærð og hrossum, er voru 131 cm., 50—75 kr. Og
þeim mun stærri, sem hrossin voru, því meiri var verð-
munurinn, jafnvel 150—200 kr.
Þessi verðmunur á hrossum helst áreiðanlega, þegar
sala þeirra út úr landinu hefst á ný, og verður jafnvel
enn meiri, er fram líða stundir. — Það borgar sig því,
að leggja rækt við hrossin og stækka hestakynið.
Að því er snertir notkun hestanna hér heima fyrir,
þá verður svipað upp á teningnum. Stórir hestar eru
ranalega, að öðru jöfnu, duglegri til aksturs og dráttar
og jafnvel til áburðar, en þeir litlu. — Það er því meiri
eftirspurn eftir þeim en litlum hestum, og þeir eru í