Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 87
BÚNAÐARRIT
75»
verðlaun á sýningu, er notið hafi styrks og verið
háð umsjón og eftirliti þess opinbera.
2. Að viðkomandi ráðunautur rikisins í hestarækt hafi
skoðað hestinn og mæli með því, að veittur sé
styrkur til þess að kaupa hann.
3. Að í iok hvers árs sé gefin skýrsla um notkun
hestsins, hvað margar hryssur hafi verið leiddar
undir hann eða gengið með honum, hvað margar
af þeim hafi átt folöld, og hverjar af þeim hafi verið
verðlaunaðar á sýningum o. s. frv.
4. Að folatollurinn sé hinn sami, hvort sem það eru
félagsmenn eða aðrir, er hlut eiga að máli. Þó er
heimilt að taka hærri folatoll fyrir hryssur, sem
aldrei hafa fengið verðlaun eða viðurkenningu.
5. Að hesturinn sé notaður að minsta kosti í 6 ár.
2. Styrkurinn er alt að helmingur þess, er hesturinn
kostar, þó því að eins, að verðið álítist hæfilegt að dómi
ráðunautsins. Sé verðið talið of hátt, er styrkurinn minni.
8. Ríkið tekur engan þátt í árlegum kostnaði við
hestinn.
4. Félag sem fær styrk til graðhestakaupa, má ekki
farga hestinum, nema i samráði og með leyfi viðkom-
andi ráðunauts. Sé hesturinn seldur, greiðist ríkissjóði
hlutfallslega sama upphæð af verði hans og styrkur-
inn nam.
5. Viðkomandi ráðunautur skal líta eftir notkun hests-
ins og allri meðferð hans, og gæta þess, að það sé alt
í lagi.
Reglum svipuðum þessu þyríti að fylgja hér, þegar
ræða er um styrk til graðhestakaupa.
Um kynbótagirðingarnar og gerðin verður ekki rætt
hér, frekar en gert er í þriðja kafla þessarar ritgerðar.