Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 89
BÚNAÐAERIT
81
Skagafirði. Búið austanfjalls yrði fyrir Árnessýslu, Rangár-
vallasý3lu og Vestur-Skaftafellssýslu, og þyrfti það því að
vera stórt, og stærra en hin búin.
En þá er spurningin næst um það, hvernig hagkvæm-
ast muni og hentugast að stofna þessi kynbótabú.
Stofnun slíkra kynbótabúa hlýtur jafnan að hafa mik-
inn kostnað í för með sór, hvernig sem þeim að öðru
■leyti er fyrir komið. — En um fyrirkomulagið er það
að segja, að annaðhvort er, að landið eigi þau og reki,
eða að samið verði við einstaka menn um að taka þau
að sér, gegn ríllegum styrk frá Búnaðarfélaginu eða
landssjóði, samfara ströngu eftirliti af hálfu Búnaðar-
félagsins eða landsstjórnar.
Eg býst nú við, að aðgengilegra muni þykja, svona
fyrst í stað, kostnaðarins vegna, að semja við einstaka
menn um búin og rekstur þeirra. En það eru vand-
fengnir menn til þess, og jarðir eigi síður. Jörðin sem
búið er á, þarf að vera landrúm, vel í sveit komið, og
hentug að öðru leyti. Og um manninn, sem samið væri
við, er það að segja, að hann verður að hafa gott vit
á hestum — vera hestamaður í húð og hár — en jafn-
framt vandur að virðingu sinni og njóta trausts.
Nú er því svo einkennilega varið um marga hesta-
menn, að þeir hafa ríka tilhneigingu til að braska eða
„spekulera" með hesta. Það er galli, og það má ekki
eiga sér stað um þann, er veitir slíku kynbótabúi
forstöðu.
Það virðist að mörgu leyti geta verið hentugt, að
samið væri við forstöðumenn Bændaskólanna um að
taka að sér þessi kynbótabú og starfrækja þau. Þeir eru
starfsmenn landsins og hæfileikamenn um margt. Skóla-
jarðirnar eru landrúmar, og heyskapur á þeim góður.
Þær eru því að þessu leyti, og flestu öðru, vel til þess
fallnar, að reka á þeim slíkt hestabú.
I hinum héruðunum verður að leita uppi hentugar
6