Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
85
50,000 kr. Auk þess veitir ríkissjóður til ýmsra búnaðar-
íramkvæmda helming á móts við amtsbúnaðarfélögin,
og þar á meðal til sýninga á hrossum og öðrum bú-
fénaði.
Eftir því, sem eg kemst næst, mun vera varið til
hestaræktar úr ríkissjóði 90,000—100,000 kr. — Tala
hrossa var þar árið 1916, um 189,000 alls. Lætur þá
nærri, að komi nálægt 50 aurum á hvert hross til
jafnaðar eða um 50 kr. á hver 100 hross.
Þetta iæt eg nægja til að sýna, hvað varið er til
hrossaræktar annarsstaðar, borið saman við það, sem
hér á sér stað. Það, hvað litlu er varið hér til hesta-
ræktarinnar, er raunverulegur vottur þess, hvað við er-
um enn skamt á veg komnir í hestarækt og kynbótum
á hrossum.
Nú get eg búist við þeirri athugasemd, að þessi
samanburður hér á undan sé eigi réttur, að því leyti,
að hestar í Danmörku og Noregi séu miklu verðmeiri
en hestarnir hér á landi. Það er vitanlega rétt. En
verðmunurinn nemur þó ekki eins miklu tiltölulega eins
og munurinn er á því, hvað lagt er fram til umbóta
hestaræktinni þar og hér.
í byrjun ófriðarins, eða árin 1914—1915 var algengt
verð á józkum kynbótahestum 6000—8000 krónur.
Einstakir afbragðshestar hafa að vísu verið seldir fyrir
15,000—20,000 kr. og jafnvel meira. — En svo er
verðið aftur miklu lægra á öðrum hrossum. Fyrir stríðið
kostuðu 3—5 vetra brúkunarhestar þar 800—1200 kr.
í Noregi er verðið á hestum lægra. Þar hafa kynbóta-
hestar af Vestíjarðakyninu kostað 2,000—4,000 krónur,
en af Guðbrandsdalskyninu 5,000—6,000 kr. og sumir
vitanlega meira, jafnvel 8,000—10,000 kr.
Ef nú miðað er við meðalverð á józkum kynbóta-
hestum, þá eru þeir tólf til fimtán sinnum dýrari en
okkar hestar. Verðmunurinn á góðum akhestum þar og
hér er hvergi nærri eins mikill.