Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 94
86
BÚNAÐaRRIT
Norskir kynbótahestar af Vestfjarðakyninu eru til
jafnaðar fjórum til átta sinnum dýrari en okkar hestar.
Þrátt fyrir benuan mikla verðmun á hestum er það
þó sýnt, að styrkurinn t.il umbóta hestaræktinni, er
tiltölulega miklu lægri hér en í Danmörku og Noregi.
Styrkinn til hestaræktar hér barf að auka minst um
helming, eða 100°/o til þess að hann verði eitthvað
svipaður því, sem gerist 1 Danmörku, og enn meira,
ef miðað er við Noreg í þessu efni.
En nú er að því að gæta í þessu sambandi, að þetta
lága verð á íslenzkum hestum er bein afleiðing þess,
hvað þeim hefir verið lítill sómi sýndur.
Ef byrjað hefði verið á því fyrir svo sem 40—50 ár-
um, að bæta hestakynið, og því haldið áfram með festu
og forsjá, þá mundu hestarnir vera nú í miJdu hærra
veröi en raun er á, og verðmunurinn um leið á okkar
hestum og öðrum mikið minni Nú súpum við af því
seyðið, hvað hestaræktin hér hefir verið vanrækt, og
hestunum misboðið á ýmsa lund.
Ef að menn nú snúa sér að því með alvöru að bæta
hestakynið — stækka og príkka hestana — þá mun
verðið á hrossunum JiœJcJca jafnframt því, sem þau batna.
Þetta er augljóst og ætti að vera hverjum manni auð-
skilið. Þarf eigi annað þessu til sönnunar, en að benda
á þann, eigi óverulega verðmun, sem níi er á hestum,
eftir því, hvort þeir eru stórir og íallegir eða litlir og ijótir.
En það kostar bæði fyrirhöfn og peninga, að bæta
hestakynið, en borgar sig jafnframt. Og þess vegna má
ekki skera styrkinn, sem veittur verður í þessu skyni,
mjög við neglur sér. Nærsýni og of mikill sparnaður í
þessu efni hefir þegar hefnt sín, og heldur áfram að
gera það, ef látið er reka áfram á reiðanum „og flotið
sofandi að feigðarósi“.
En „örðugasti hjallinn“ á leiðinni, til að bæta hesta-
kynið og hrossaræktina yfirleitt, er og verður Jirossa-