Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 95
BÚNAÐARRIT
87
fjöldinn í landinu, og þessi alkunna tilhneiging manna,
að vilja eiga sem flest hross.
Þetta um hrossaeignina stendur aftur í nánu sam-
bandi við þá almennu búskaparreglu, að reyna að ala
hrossin upp með sem minstum kostnadi — á útigangi,
eftir því sem unt er — og selja þau svo út úr landinu,
vitanlega með þeim hagnaði, sem kostur er á. En hagn-
aðurinn við þetta búskaparlag er oft ærið tvísýnn, og
verður það eigi síður í framtíðinni. Og í sumum sveit-
um landsins — ef ekki öllum — er þessi miJcli hrossa-
fjöldi áreiðanlega óhollur, ef ekki skaðlegur og stendur
þar af leiðandi landbúnaðinum fyrir þrifum.
VIII. Aukinn styrkur.
Það heflr þegar verið minst á það, og leidd rök að
því, að styrkurinn sem veittur hefir verið,ttil kynbóta á
hestum að undanförnu nemur litlu, og að hann er mjög
ónógur til frambúðar, ef til skarar á að skríða með
umbætur á hestaræktinni. Annað hvort er því, að auka
þennan styrh eða leggja árar í bát í þessu efni. Þetta
er þeim öllum ljóst, er eitthvert skynbragð bera á
þetta mál.
Styrkinn til hóraðssýninga á hrossum verður að auka
eins og áður er getið, enda þótt viðtekinni reglu um,
að halda sýningarnar annað hvort ár á hverjum stað,
sé haldið. — Eftir því, sem hrossin hatna, kynbóta-
hestarnir verða eldri og vœnni, og verðið á hrossunum
hœhhar, er óumflýjanlegt, að auka verðlaunaféð og hækka
verðlaunin. Sýningarnar verða einnig smám saman yfir-
gripsmeiri og þar af leiðandi kostnaðarsamari. Á eg hér
þá einkum við það, að farið verði að sýna afkvæmi
sýningagripanna, og veita verðlaun fyrir þau.
Þegar ófriðnum linnir, mun hrossaræktarfélögunum
fjölga, nema nú sé látið staðar numið. — En með
fjölgun þeirra rísa upp að sjálfsögðu nýjar kynbóta-