Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 96
88
BÚNAÐARRIT
girðingar og gerðin höfð stærri en verið heflr. Þetta
heflr mikinn kostnað í för með sér fyrir félögin. Verður
því ekki hjá því komist, að veita þeim styrk, alt að Vs
hluta kostnaðar, til að gera þessar girðingar.
Þá verður enn fremur að auka styrkinn til að kaupa
kynbótahesta. Það er bein afleiðing af því, er hrossa-
ræktarfélögunum fjölgar. Einnig má að sjálfsögðu gera
ráð fyrir því, að kynbótahestar hækki í verði. Verð á
þeim — 4—5 vetra gömlum — hefir verið að undan-
förnu 400—600 kr. Eftir fá ár, ef ekki stendur alt í
stað eða fer aftur, kosta þeir 1000—1500 kr.
Loks eru kynbótabúin. Það má ekki dragast lengi úr
þessu, að farið verði að undirbúa það mál og koma
þeim á fót. Hefl eg áður minst á, að árlegur styrkur
til hvers bús megi eigi minni vera en 500 kr.
Auk þessa hlýtur ávalt ýmislegan annan kostnað
að leiða af og verða samfara umbólum á hestaræktinni,
að minsta kosti er fram líða stundir. Má þar til neína
kostnað við að safna til, semja og gefa út slcrár um
ættir úrvals-gripanna, þeirra er borið hafa beztan ávöxt
í kynbótum og ættfestu.
Samkvæmt þessu tel eg, að árlegur styrkur tll um-
bóta hestaræktinni og þá aðallega til kynbóta megi ekki
vera minni fyrst um sinn en þetta:
1. Styrkur til héraðssýninga á hrossum . . . kr. 1000
2. — — kynbótagirðinga..............— 1200
3. — — að kaupa kynbótahesta........— 800
4. — — hesta kynbótabúa, tveggja ... — 1000
Samt. kr. 4000
Þetta þyrfti styrkurinn að vera ár hvert að meðaltali.
— En vitanlega getur átt sér stað, að veita þurfl meiri
styrk annað árið, en þá aftur minni hitt árið, og kemur
það í sama stað niður.
Með þessari styrkupphæð kemur 8^/a eyrir á hvert
hross í landinu, eða kr. 8,50 á hver 100 hross.