Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 115
BÚNAÐARRIT
107
Þess er vænzt, að myndirnar skýri markalýsingarnar
hér að framan. Myndunum er raðað svo, að skyld og
lík mörk standi þar í nánd hvort öðru, til samanburðar,
hvað sem líður stafrófsröð nafna þeirra.
Á myndunum eru ekki sýnd sérstaklega nokkur stak-
benja, tví- og gagn-benjamörk; því stakbenjar eru gerðar
eins og noðsta ben í þríbenja-marki, tvíbenja-mark eins
•og tvær neðri benjarnar, og gagnbenja-mark eins og
neðri eða neðsta ben í íleirbenja-marki, önnur þá framan
en hin aftan. Þannig er t. d. um í’ribitað, að sé neðsta
benin ein sérstæð, er það Bit, sé annað bit á hinum
jaðrinum gagnvart því, er það Gagnbitað, og séu að eins
tvö bit á jaðri, sett eins og hin neðri tvö, er það Tví-
bitað. Tvígagnbenja-mörkin eru heldur eigi sýnd sérstak-
lega á myndunum, né Skorað. — Fleiri samsetninga-
gagnmörk en að framan eru nefnd, gætu átt sér stað,
t. d.: Gagnbíldað (8), Gagnkýlað (8), Gagnkýlfjaðrað (8),
■en óþarft þykir að þau séu notuð; því öll tvígagnbenja-
mörk eru bragðamörg, og því særandi og seinleg.
Þess er varla að vænta, að mörkun kinda takist vel,
sízt ef vandgert mark skal gera, nema annar haldi kind-
inni stöðugt, svo hún geti ekki hreyft höfuðið á meðan.
Er ætíð byrjað á neðstu ben, svo blóðrenslið glepji ekki
fyrir við mörkunina., eins og gera mundi, væri byrjað
nfan frá. Rétt er að gera sér að venju, að byrja ætíð á
sama eyra (hægra eða vinstra), ella getur verið hætta á
að víxlmarka. Sá er markar, þegar annar heldur kind-
inni, stendur framan fyrir henni, og má þá ekki villast
á, að vinstra eyrað verður honum til hægri handar, en
hægra eyrað til vinstri. Þetta hefir oft vilt óvana.
Mörkunarhnífurinn þarf að bíta vel, einkum í oddinn,
svo ekki þurfi oft að krukka í hverja ben. — Varast
skyldi að marka fé í miklum kulda.
Það er öllum sögufróðum mönnum kunnugt, að búfé
hefir markað verið á landi hér frá fyrstu bygð þess (sbr.
Víga-Styrs sögu o. fl.). Mörg fjármörkin munu því vera