Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 131
BÚNAÐARRIT
123
I Mýrdal hröktust töður hjá þeim, sem eklci yerkuðu vothey,
en sú heyverkun fer þar í vöxt. Sumir bændur í þeirri sveit
eiga alt að einum þriðja af töðu sinni í votheyi. Sláttuvélarnar
gerðu bændum og mögulegt, að haga heyskapnum nokkuð eftir
veðurfari. Þótt jörð spritti seint þar eins og annarstaðar, varð
heyskapur með betra móti að lokum. — Grasmaðkur gerði all-
mikið vart við sig í Yestur-Skaftafellssýslu, en gerði þó ekki
nærri því eins mikið tjón og 1916.
I Rangárvallasýslu varð heyskapur meir en í meðallagi. Vot-
heysgerð fer þar í vöxt; margir byrjuðu á henni í sumar og
hugur í bændum með að koma sér upp fleiri en einni votheys-
tóft.
Matjurtarækt.
Sökum vorkuldanna og klakans i jörðu var sett seint í garða.
A Suðurlandi víðaBt hvar ekki fyr en seint í mai og alt fram
undir miðjan júní. Rættist þó betur úr en á horfðist; rófur
apruttu betur en í meðallagi, en kartöflur tæplega svo. Margir
urðu naumt fyrir með að ná upp úr görðunum áður en gadd-
urinn kom 2. okt. Á Suðurnesjum urðu sumir oí seinir, en
nokkrir þeirra tóku það ráð, að þekja garðana, þar sem kart-
öflur voru óuppteknar, með þara eða öðru rusli. Seint í okt.óber
komu nokkrir þýðir dagar; þann 20. náðu flestir upp því sem
eftir var. Rartöflur voru þá orðnar ónýtar hjá öðrum en þeim,
sem höfðu þakið þær. Kroatakaflinn var orðinn full-langur fyrir
rófurnar líka, en þó náðust þær nokkurnveginn óskemdar.
Á Akranesi var sett í garða oftir miðjan mai. Uppskera varð
i góðu meðallagi. Einstaka menn náðu ekki upp öllum sinum
kartöflum fyrir gaddinn.
í Borgarfjarðarhéraði varð uppskera víða góð og pótti það
koma sér vel í dýrtíðinni. Sumir urðu seinir fyrir með upp-
tektina og á stöku bæ náðuBt eigi allar kartöflur.
Garðræktin brást stórkostloga í Dölum. Sumartíðin svo stirð:
sumarið eiginlega ekki nema einn mánuður. Garðávextir skemd-
ust í hauBtfrostunum.
Á Snæfellsnesi meðal-uppskera. Skemdir urðu víða um haustið
vegna frostanna og sumstaðar náðist ekki alt upp úr görðunum.
Á Vestfjörðum brást matjurtaræktin víða og sumstaðar náðist
ekki upp úr görðunum.