Búnaðarrit - 01.01.1918, Qupperneq 134
126
JBÚNAÐARRIT
Á þcssu 8umri var seldur úr landi helmingur botnvörpunga-'
flotans.
Verð á útlendum nauðsynjavörum afarhátt. Tregða á að fá
þær, þótt viðunanlega rættist úr því.
Alt byggingaefni mjög dýrt og lítt fáanlegt.
Hátt verð á innlendum vörum, þótt fæstar þeirra hækkuðu.
hlutfallslega eins mikið og þær útlendu.
Hrossasala engin vegna siglingateppunnar; var það mikill
bagi, því af hrossasölunni hafa margir bændur haft góðar tekjur.
Kaupgjald verkafólks afarhátt. Kaupamenn höfðu 30—45 kr.
kaup um vikuna, kaupakonur 15—25 kr.
Búpeningur allur í háu verði. í nærliggjandi héruðum við
Reykjavik var verð á kúm 300—400 kr., og jaínvel stundum
hærra. Áburðarhestar 200—300 kr.
Fyrir alla efnaminni bændur í sveitum er dýrtiðin þungbær,
en þó tekur út yfir með kaupstaðarbúa. Vandræðin með eldivið'
eru eigi minst, einkum í verzlunarstöðum og sjóþorpum; köldu
húsin eru þar svo mörg. Nú mundi margur kjósa að flytja úr
timburhúsi í torfbæ.
Einn bóndinn skrifar mér á þessa leið:
„Horfur hinar verstu með afkomu. Virðist það eitt geta
bjargað að menn snúi hið bráðasta lifnaðarháttum í gamla
horfið, spörum sem mest kaup á allri útlendri vöru sem verða
má, en reynum að lifa sem mest á þvi sem afla má innanlands.
Garðrækt þarf að margfaldast þegar í sumar, garðávextir á
hverjum bæ þurfa að nema 4—5 tunnum á mann eða meira, og
garðarnir að aukast eftir því. Sérstaklega þarf kartöflurækt að
aukast svo, að kornkaup geti sparast að mun með því, að nota
þær í brauð að dæmi Þjóðverja. Fráfærur þurfa að takast upp
í öllum sveitum, en kaupstaðirnir þurfa að dreifa vinnukrafti í
sveitirnar, svo það takist. — Fisk þarf að herða í stórum stíl við
sjávarsíðuna, getur hann siðan gengið sem gjaldeyrir frá sjávar-
þorpum upp í sveitirnar móti landvöru. Fjallagrös og söl þarf
að tina af kappi í sumar.
Það þarf að greiða jafnmikið fyrir innanlandsverzluninni og
millilandaverzluninni, en innanlandsverzlunin er nú í kalda koli.
vegna samgönguleysis á sjó“. Eincir Helgason.