Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 136
128
BÚNAÐARRlT
Athng'asemd við töflnua.
Verðið á útlendu vörunum í töflunni hér að framan, bæði fyrir
stríðið og nú í febrúar, er lægsta verð í stórkaupum hjá tveim
kaupmönnum hér í Reykjavík, Jóni Jónssyni frá Vaðnesi og
Páli Gíslasyni í Kaupangi. Verðið á kjötinu er það, sem Slátur-
félag Suðurlands borgaði bændum, að meðtaldri uppbót, haustið
1913 (kr. 60,41 fyrir 112 kg.) og haustið 1916 (kr. 113,34 fyrir
112 kg.) fyrir 1. flokks dilkakjöt. Uppbótin fyrir 1917 er enn ekki
ákveðin, og varð því að miða við verðið 1916. Uilarverðið, sem
reiknað er eftir, er fyrir 1 kg. kr. 1,60 fyrir striðið og kr. 2,90
nú, en smjörverðið er verð á 1 kg. af rjómabússmjöri fyrir stríðið
kr. 1,91 og gangverð nú bér i Reykjavik kr. 5,00.
Gærur eru ekki taldar, þær voru í sama verði 1916 og 1913,
en hafa nú loks bækkað að mun; en hverju sú hækkun nemur,
getur Sláturfélagið enn ekki gefið upp. Tólg og mör er heldur
ekki talið, af því að bændur hér syðra nota það mest heima.
Þótt kjöt hafi hækkað í verði um 88 af hundraði, og ullin um
93 af hundraði, þá fæst þó nú, eins og taflan ber með sér, tæp-
lega helmingur af kornvörum á móti jafnmiklu af kjöti og ull,
samanborið við það sem fékst fyrir stríðið. En kjöt og ull eru aðal-
söluvörur sveitabænda. Og nú þarf að láta tvöfalt meira af þess-
um vörum fyrir kornvörurnar heldur en fyrir striðið. Fyrir afkomu
einstaklingsins er þetta mjög tilfinnanlegt, og fyrir landið í heila
sinni nemur viðskiftatjónið á þessu sviði sakir ófriðarins stórfé.
Þogar öll kurl koma til grafar mun það koma í ljós, að sveita-
bændur bíða ekki siður afskaplegt tjón af striðinu en kaupstaðar-
búar, ef ekki breytist til stórbatnaðar um verð á landbúnaðar-
afurðum. Og þó að almcnningur í kaupstöðunum verði enn ver
úti en sveitirnar, er það eins fjarstætt að tala um „bændagróðann11
eins og ef sveitabændur miðuðu ástandið við sjávarsíðuna við
það, að einstöku menn þar hafa stórgrætt við stríðið.
Embættismenn og barnakennarar eru þær stéttir, sem hafa orðið
tiltölulega harðaBt úti, því að dýrtíðaruppbótin er smávægileg í
samanburði við kostnaðaraukann við framfærið. Kaupmannastéttin
er bezt farin. Yörur hafa sífelt hækkað í verði. Ötulir kaupmenn
hafa því til þessa stöðugt grætt við stríðið. Fjölskyidumenn, sem
hafa fyrir mörgum að sjá, eru harðast leiknir. Einhleypt fólk, sem
hefir, auk fæðis, tvöfalt hærra kaup en áður og meira, þarf ekki
að spara við sig. Og þeir einstöku menn, er verulega hafa grætt
við stríðið geta borist mikið á, en það mega menn ekki láta vilia
sjónir fyrir sér um afkomu landsmanna í lieild sinni. E. Br.