Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 3

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 3
BÚNAÐA.RRIT Fjárdauðinn 1914. Þegar sauðfénaður bænda hrynur niður dauður í tugum þúsunda, eins og raun varð á vorið 1914, rekur brýn nauðsyn til þess, að menn ræði um hvað valdið heflr þessum viðburðum, hverjar afleiðingar þeirra verða og hvernig megi hindra það, að slíkt komi fyrir oftar. í búnaðarskýrslum Hagstofunnar — sem nú eru í prentun — er talið, að fardagaárið 1913—1914 hafi sauðfénaði íækkað nálægt 50 þúsundum eftir framtali. Hversu miklu tjónið nemur af þessum fjárdauða, er ekki auðvelt að reikna út. Skaðinn er ekki allur talinn í þess- um 50 þúsundum — sem óhætt má telja fallinn fénað. — Auk þess mun óhætt að fullyrða, að eitthvað hafi farist eftir að talið var fram þetta vor, og svo var lambahrun, ■og mikill fjöldi var framtalinn af lamblausum ám. Og loks má telja mikið tjón á þvi, sem lifði, á þann hátt, að margt af lömbum, sem þó slórðu af, urðu krenkt vegna hungurs og eru siðan rýrðarskepnur. Og svo hefir tapast ull af fé og mjólk úr kvíám. Fjárfellir þessi varð aðallega á Suðurlandi og Yestur- landi. í Hagskýrslunum er talið að á Suðurlandi hafi fé fækkað um 20°/o, en á Vesturlandi 12%. Aftur hafi fé fjölgað á Norðurlandi um l°/o, og á Austurlandi um 2%. Þetta er þó mjög lítil fjölgun og sýnir nokkur vanhöld á fullorðnu fé, en lambadauði var mikill um land alt, iþótt hann væri mestur á Suðurlandi og Yesturlandi. Þegar svona mikill fjárfellir hefir orðið, hefir það 17

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.