Búnaðarrit

Ukioqatigiit

Búnaðarrit - 01.12.1916, Qupperneq 5

Búnaðarrit - 01.12.1916, Qupperneq 5
BÚNAÐARRIT 259 sótt, rétt áður en þær drepast. Stundum sést ormurinn skríða út um nasirnar á kindunum. Nái veiku kindurnar að lifa þar til hlýnar og jörð fer að gróa, batnar þeim, því að þá skríður ormurinn Ut. Geta þær þá orðið alveg lausar við orminn allan sinn aldur. — Þá held eg menn kannist við bandorminn (Tænia expansa), sem oft sést í lömbunum á haustin. Hann er heldur ekkert smáræði, 1 cm. á breidd og getur orðið 500 cm. langur. Hann er í smáliðum, sem stundum má telja alt að 7000. Auk þessa eru margar ormategundir í þörmum og vinstur fjárins. Þessi kvikindi lifa á næringarefnum kindanna, og geta auk þess myndað eiturefni í líkama þeirra og valdið blóðsjúkdómum. Lýsir það sér á þann hátt, að kindin er dauf og holdlítil, þótt hún éti mikið, eða þá að hún verður altekin af veikindum, hættir að éta, fær mikla sótt, og er þá hætt við að drepast. Orma þessa getur féð einnig fengið úr heyinu. Margir bændur hafa sagt mér, að vorið 1914 hafi þeir orðið greinilega varir við máttleysi í fé, jafnvel þótt það virtist vera í nokkrum holdum. Hefði þá það fé vana- lega fengið sótt skömmu eftir að sá á því, og það af því, sem hefði þá drepist úr sóttinni, hefði verið fult af orm- um. Ennfremur hafa bændur tjáð mér það, að sumt af þessu fé, sem var með máttleysi — en þó ekki horað — hefði aldrei fengið sótt, en frískast, þegar fór að gróa. Sennilegt er, að máttleysi þetta hafi stafað frá ormum. Og það er enginn efi á því, að féð hefir verið með mikl- um ormum haustið 1913, þar sem votviðrin gengu, og sennilega fengið þá úr heyjunum líka. Munu menn hafa orðið varir við orma bæði í lungum og þörmum, en þó sérstaklega í þörmunum. Helzta ráðið gegn þessum ófögnuði er að veita fénu gott fóður og góða hirðingu. Það er segin saga. að sé féð með ormum að hausti, verða þeir því magnaðri, því verra fóður sem féð hefir, en því betra fóður sem féð fær, því meir vex mótstöðukraftur þess gegn ormunum, 17*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Búnaðarrit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.