Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 10
264
BÚNAÐARRIT
andi blautum mýrum. Lömb geta þá orðið dauðloppin
af kulda, þótt þau hafi nóga mjólk. Stundum fá þau þá
líka krampa og drepast af honum. En sé lambfé í hlíð-
um eða á nokkurn veginn þurru landi, þola lömbin bæði
kulda og hret, ef þau að eins hafa nóga mjólk. Margir
hafa sagt mér, að þetta vor hafi lömbin drepist mjög
í hretunum, og vilja menn kenna þeim það eingöngu.
En eg er sannfærður um, að lömbin hafa þá dáið aðal-
lega af því, að þau höfðu ekki nóga mjólk. Það er alveg
ótrúlegt, hvað holdið er fljótt að hrynja af lambám á
vorin og mjólkin úr þeim, þegar þær eru gjaflitlar eða
gjaflausar úti í kulda og gróðurleysi.
Mörgum fanst ekki mögulegt að gefa lambánum,
þegar þær voru orðnar svo margar, að húsrúm þraut,
nema þá fyrir sumar. En þá var vel hægt að láta ærnar
með elztu lömbunum liggja úti, en reka þær þó að og
gefa þeim einu sinni á dag töðu, svo mikið sem þær
vildu éta. Þá dugar heldur ekki að gefa neitt annað en
töðu eða töðuígildi, og ef ærnar eru þá ekki í góðu standi,
verður að gefa þeim einnig mat. Ærnar venjast fljótt á
að koma að, til að fá gjöfina, og skeyta ekkert lömbun-
um á meðan þær éta. Er bezt að hafa húsin opin á meðan,
svo að lömbin geti verið úti. Þegar svona illa viðrar, er
sjálfsagt að gefa og hýsa óbornar ær, og ávalt verður að
hlynna vel að þeim fram í gróður, þar sem ekki eru
því meiri haggæði.
Eins og eg hefi drepið á áður, er eg viss um, að
lambadauðinn, og jafnvel dauði á ám líka þetta vor,
hefir orðið miklu meiri af því, að menn gáfu ekki ánum
nóg rétt fyrir burðinn og á sauðburði.
Eitt af því, sem miður fer, viðvíkjandi hirðing fjár-
ins, er það, að fé er ekki vatnað svo sem vera ber.
Nokkrir hafa þann sið, að vatna fé að eins annan hvorn
dag, þegar inni er gefið, og mjög víða er það, þegar beitt
er, að íé gengur illa að ná í vatn eða að svala sér, þegar
enginn er lausasnjór og alt gaddfreðið. Þegar féð líður