Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 12
266
BÚNAÐARRIT
frekar heflr það fé drepist, sem engin hús hafði, eins og
til dæmis í Grindavík; þar eru ekki hús yfir fullorðið fé,
enda er fjárfellir þar mjög oft. Að hafa fé sitt húsalaust
á vetrum er svo mikil óhæfa, að slíkt ætti alis ekki að
þolast mönnum. Ofarlega á Rangárvöllum mun og vera
fulltæpt um fjárhús. Eg vissi til þess, að um veturinn
1913 misti bóndi á Rangárvöllum töluvert af fé í fönn og
læki, af því að hann hafði svo ófullkomin hús. Þágerði versta
hríðarbyl 13. marz, svo að vart var „hundi út sigandi".
Sauðir eru þær skepnur, sem helztgeta legið viðopinhús.
Búast má við því, að mistök hafi orðið hjá sumum
með fóðrun af því, að þeir hafi beinlínis gefið of naumt
•eða ekki varað sig á, hvað heyin voru létt.
Eitt hið öruggasta ráð til þess, að fé sé þolið í
hörðu árunum, er það, að fóðra ávalt vel og láta féð
aldrei verða magurt. Gemlingar, sem fá gott fóður, verða
fyrst og fremst betri kindur til afurða og svo miklu betri
í fóðri næsta vetur og svo alla tíð, og eins fá þeir þá
betri filding, er helzt síðar; og ær, sem aldrei hafa orðið
magrar, eru svo miklu þolnari. En kindur, sem eitt sinn
hafa orðið magrar, þurfa svo lítið til þess að verða magrar
aftur, eða þá sækir í sama horfið fyrir þeim.
Loks má eflaust telja heyskort hjá stöku mönn-
um eitt af því, er leiddi til vanhaldanna á fénu þetta vor.
Sumir höíðu ekki hey til að gefa ánum nógu lengi um
vorið. En það er svo oftast nær, að þótt menn sjái fyrir
heyþrot, eru menn of seinir á sér með að afla sér korn-
matar til að drýgja með heyin. Menn draga þetta á
Ianginn, vonast eftir batanum þá og þegar og gera svo
féð of magurt, áður en þeir íara að gefa því kornmat-
inn. Vill það þá einatt til, að kornmatargjöfin kemur ekki
að hálfu liði, því að magrar kindur geta ekki melt eins
vel kraftmikið fóður, auk þess sem það getur valdið
veikindum í fénu, að breyta snögglega til um fóður við
það, fara t. d. alt í einu að gefa töluvert af kjarnmiklu
fóðri, þegar féð heíir áður lifað eingöngu á léttu heyi.