Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 13
BÚNAÐARRIT
267
Bændur ættu að hafa þann sið, að fá sér strax fóður-
auka að hausti, ef þeir óttast eða sjá fram á það, að
þeir séu ekki nógu birgir, ef illa árar. En við því verða
menn ávalt að vera búnir.
En hvað fóðurskortinum annax-s viðvíkur, þá er ó-
hætt að fullyrða það, að á meðan hann á sér stað, og
þar af leiðandi fénaðarfellir, verða bændur að meiru eða
minna leyti að standa í stað og fara aftur að efnahag.
Auk þess verður fjárfellirinn til þess, að stöðva verklegar
framkvæmdir, bæði á almennum sviðum og hjá bændum
yfirleitt. Þá veikir hann mjög lánstraust bænda og mann-
gildi þeirra. Að drepa fénað sinn úr hor og hungri er
alls ekki sæmandi siðuðum mönnum, auk þess sem það
lýsir hinni mestu fávizku, þar eð það gerir bændur snauða.
Mönnum er alveg óhætt að trúa því, að með heybirgð-
um verða menn efnaðir, þótt menn setji færri höfuðin á.
Reynslan hefir sýnt það. Enginn heflr orðið efnalítill fyrir
gætilegan ásetning. Aftur á móti hefir reynslan sýnt það,
að ógætilegur ásetningur heflr gert fjölda manna efna-
lausa og landið sárfátækt.. Þetta er staðreynd, sem eng-
inn getur hrakið. — Hér verður landbúnaðurinn hálfgert
hrófatildur, þangað til bændur eru allir orðnir stálmúraðir
í heyfyrningum. Það er markið, sem stefna skal að.
Það hefir margoft verið um það rætt, hvaða ráð ætti
að veita bændum til þess að komast í nógar heyfyrn-
ingar. En eg vil halda, að það þurfi ekki að hjálpa þeim
um nein ráð. Þeir þurfa að eins að viija það, og þá finna
þeir ráðin. Til þess að sannfærast um að þetta sé satt,
þarf ekki annað en benda á það, að þeir bændur, sem
ávalt hafa nóg hey, eru raunar engu síður þeir, sem
búa á rýrðarjörðum.
Eitt af ,því, sem mjög mun ýta undir vilja bænda
í þessu efni, er meiri fjárrækt. Með henni fá menn gagn-
vart skepnunum meiri hugsunarsemi, sem kemur fram
í betri ásetningi. Með kynbótum fjárins verður og betra
að fóðra það.