Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 14

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 14
268 BÚNAÐARRIT Þess má og geta, að væru fjármenn allir vel hugs- unarsamir og vel hæflr til sinna starfa, mundu sparast mikil hey árlega. Heyin eyðast oft um of, af því að menn gefa ónákvæmt. T. d. er það margra siður, að troða alt of miklu af heyi í jötur og garða í einu, og við það slæðir féð svo miklu og gerir þannig sumt af heyinu að engu. Einnig eyðast miklu meiri hey af því, að mörgum hættir til að gefa suma kafla gjafatímans of lítið, og verða því að gefa mjög mikil hey aftur aðra kafla. Þá mætti spara mikil hey, ef fé væri haldið betur til hagans að vetrinum en gert er. Fleira mætti nefna þessu líkt, en um það hefl eg ritað í kveri mínu „Um hirðing sauðfjár". Vegna þess hvað fjárhiiðingarstörfin eru nauðsynleg og vandasöm, en á hinn bóginn fremur fátt um góða fjármenn, ættu að vera veitt verðlaun í hverri sveit fyrir góða fjárhirðingu. Væri þá rétt að hafa verðlaunin þrenn: fyrstu, önnur og þriðju. Mætti setja þá verðlaunaveitingu í samband við ásetnings-eftirlitið. Yrði þá að leggja á- herzlu á, að fjármenn héldu fénu í góðu standi, notuðu vel hagann og héldu sparlega á heyjum. Þetta mundi eflaust glæða áhuga yngri manna á fjárhirðingu og hvetja þá til vandvirkni við hana. Eigin umhugsun fjármanna um störf sín er líka svo nauðsynleg af því, að svo ólíkt hagar til í sveitum og á bæjum með landgæði og hey- gæði, og svo eru ávalt áraskifti að því, hvernig hey og beit reynist á hverjum bæ; en það fer eftir tíðarfari. Verðlaun til fjármanna eru nú þegar að komast á í stöku sveitum. Eftirlitsskoðanir — þótt sitthvað megi að þeim flnna — hafa bætandi áhrif á ásetning og meðferð skepna. Forðabúr eru og góð. En það, sem verður að vera og bezt er af öliu, eru almennar heyfyrningar hjá bændum og að nægilegar matvörubirgðir séu fluttar fyrri part vetrar á þær hafnir, sem hafísinn getur lokað. Ætti samband kaupfélag-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.