Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 22
276
BÚNAÐARRIT
ær hafi verið óeðlilega kviðmiklar og máttlitlar, þótt þær
virtust vera í töluverðum holdum. Kviðfyllin heíir auð-
vitað verið vatn, sem safnast hefir í kviðholið og stafað
hefir frá ormaveikinni og efnavöntun í fóðríð. Að ærnar
voru máttlausar, en virtust, þó í allgóðu standi, virðist
vera af ormaveikinni, eða þá að kindunum hefir háð vöntun
einhvers efnis — og þá sennilega helzt eggjahvitueínis —
eða af hvorutveggju.
Haraldur Bjarnason á Alftanesi: „Féð mátti heita
heilsugott hjá mér þennan vetur, og voru þó heyin vond, en eg
gaf lýsi með þeim frá nýjári. Gekk mér heldur illa að halda fénu
við. Misti þó enga kind fullorðna, en V» lamba“.
Alstaðar virðist lýsisgjöfin hafa gert mikla bót.
Runólfur Runólfsson í Norðtungu: „Eg tók féð 20.
nóv. og slepti 7. mai. Um veturinn gat eg gefið ofurlítið með af
fornum góðum heyjum. Um vorið bar á máttleysi í mörgum ám,
þótt þær virtust vera í allgóðum holdum. Drápust hjá mér 20 ær
af 200, en lömb misti eg undan 50 ám, sem lifðu. Tel eg víst,
að ef ánum hefði verið gefið fram yfir sauðburð og liafðar ná-
kvæmar gætur á þeim, mundi mjög fátt hafa farist, bæði af ám
og lömbum. Marka eg það af því, að þegar leið á sauðburðinn,
lét eg smala heim á tún því af ánum, sem þá var óborið. Hýsti
eg þær og gaf, og lifðu lömb undir þeim öllum. Um haustið
keypti eg nokkrar rytju-ær. Gaf eg þeim töluvert af töðu með,
er á leið veturinn. Heilsaðist þeim vel og komu allar upp lömbum“.
Þetta sýnir, hversu það var nauðsynlegt, að gefa
fénu eitthvað til þess að bæta upp hröktu heyin, og að
gefa ánum og hjúkra þeim vel um burðinn.
Guðmundur ólafsson á Lundum: „Eg tók féð nálægt
miðjum nóv. og slepti 30. maí. Bar ckki á óhreysti í fénu, nema
4 ám, sem drógust upp og drápust. En lömb misti eg töluvert.
Um vorið átti eg lömb undir 160 ám af 200, og voru 10 ær með
tveimur lömbum. A þorranum og góunni gaf eg lýsi með hey-
junum".