Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1916, Síða 23

Búnaðarrit - 01.12.1916, Síða 23
BÚNAÐARRIT 277 Kristján Björnsson á Steinum: „Eg tók féð í miðjum nóv. og slepti því i maílok. Hafði eg að eins ný hrakin liey að gefa því. Þó virtist mér fóð taka allvel fóðri alt fram undir sumarmál, og fókk eg beztu einkunn fyrir fóðrið á því hjá skoð- unarmanni. Gemlingarnir gengu allvel undan hjá mér, nema lambhrútarnir. Þeir veiktust allir af sótt, og drápust 4 af tí, og í einum hrútnum, sem drapst, tók eg eftir því, að í görnunum var alt iðaudi af smáormum. Um sumarmál fór eg að verða var við máttleysi í ánum. Veiktust þær meir og meir, þótt eg gæfi þá mikið af korni. Drápust margar hjá mér, eftír að þær höfðu verið veikar 2—3 daga. Sá eg orma i mörgum af þeim, sem drápust, og það alveg krökt. Alls misti eg 36 ær af 190, og lömb átti eg undir að eins 90 ám“. Hér ræðir auðsjáanlega um ormaveiki. Sennilegt að hún hefði ekki brotist út, ef féð hefði haft fóðurbæti með allan veturinn. Séra Magnús Andrésson á Gilsbakka: „Eg tók féð 18. növ., og fóðraðist það vel fram eftir vetri. Hafði eg ærnar við tvenn beitarhús. Voru gömul hey við önnur húsin, en ný við hin húsin. Nálægt miðjum apríl fór að bera á sðtt í ánum, aðallega við húsin þar sem nýja heyið var. Þrátt fyrir mikla aðlijúkruu drápuBt 45 ær, og voru þær flestallar af þeim ánum, sem fengu nýju heyin, en þær voru 160. Eitthvað af þessum ám fór í hættur um vorið. Eg hafði 200 ær við hin húsin og misti sama og ekkert af þeim. Ærnar, sem höfðu nýju heyin, höfðu mjög ilt vatnsból um veturinn — náðu oft ekki í vatn. — Er eg hræddur um, að það hafi flýtt fyrir þessum veikindum. í mörgu af kindunum, sem fórust, var mjög mikið af ormum". Þetta dæmi sýnir óhollnustu nýju heyjanna. Þórmundur Vigfússon í Langliolti í Bæjarsveit: „Eg hafði beztu höld á fé mínu þetta vor. Lömbin yoru að eins fjórum færri en ærnar. Eg gaf ám töðu með, er út á leið, og bar á þær heyin, þar til um tí. sumarhelgina að eg slepti“. Þetta sýnir afleiðingarnar aí því, að bæta upp nýju heyin með töðunni og gefa ánum svona lengi fram eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.