Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 24

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 24
278 BÚNAÐARRIT Helgi Jónsson á Vatnsenda i Flóa: „Eg tók fénu vel um haustið, en í góða kaílanum, sem kom í janúarmánuði, lögðu af hjá mér ærnar og fuliorðuu sauðirnir. Aftur hélt eg þá vel við veturgömlu sauðunum og gemlingunum. Einkum voru það gömlu sauðirnir, sem lögðu mikið af i góðu tíðinni — var of lítið gefið. — Eg ætlaði að bæta þeim þetta upp siðar, en af þvi að heyin voru svo vond, þá tókst það ekki, og um vorið veiktust þeir af sótt og drápust allir að lieita mátti. Aftur lifðu vetur- gömlu sauðirnir, og har lítið á óhreysti í þeim, cnda héldust þeir við allan veturinn11. Þetta dæmi sýnir, hversu það er varasamt, að féð leggi af að vetrinum, og sannar það, sem eg drap á hér að framan, að góði kaílinn hefði líka stuðlað að fjár- dauðanum, af því að féð var þá látið leggja af. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi: „Eg hafði góð fjárhöld þetta vor; átti töluvert af gömlum heyjum, sem eg gaf með um veturinn. Tvær ær átti eg í fóðri, og höfðu þær eingöngu fengið ný hey. Þær voru báðar máttlitlar, en virtust þó hafa talsverð hold“. Eftir því sem eg hefi hugsað meira um þetta mál, hefi eg komist betur og betur að þeirri niðurstöðu, að ef menn hefðu allir gefið eitthvað með nýju heyjunum þennan vetur, til að bæta þau upp, og gefið nógu vel og lengi ánum um vorið, mundu fjárhöldin hafa orðið þolanleg. 20. maí 1916. Jón H. Þorbergsson.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.