Búnaðarrit - 01.12.1916, Qupperneq 26
280
BÚNAÐAKRIT
þau, er vævu á innflutningi búpenings til takmarkaðrar
kynblöndunar, sakir sýkingarhættu.
Eg skal þvi í fám orðum láta álit mitt hér með'
í ijósi um þetta atriði.
Erlendis eru ýmsir sjúkdómar í alidýrum, en senr
alidyr vor hafa hingað til sloppið við, svo er t. d. um
hina næmu, en illkynjuðu sjúkdóma: Aplitœ epizoo-
ticœ, Pestis bovum, Variola ovina, Malleus, Erysipelas
suis, Septicæmia suum, Pestis suum, Pleuropneumonia
contagiosa bovum, Coryza gangrœnosa bovum. En auk
þeirra eru enn aðrir næmir, en vægari sjúkdómar, t. d.:
Stomatitis pustulosa contagiosa equorum, Adenitis equo-
rum, Exantliema vesiculosum coitale, Qangrœna em-
physematosa, Influenza equorum, Morbus maculosus
equorum, Variola vaccina, V. equina, V. suilla,
V. caprina. Og þótt berklar hafi gert lítilsháttar vart
við sig hér á landi í alidýrum vorum, verður að telja
þá með ofangreindum sjúkdómum.
Hið opinbera verður af alefli að sporna við þvír
að ofangreindir sjúkdómar nái landtöku hér, vegna
hinnar voðalegu sýkingarhættn, sem af þeim stafar.
Yerður það að eins gert nógu tryggilega með
ströngu innflutningsbanni eða, verði innflutningur
leyfður, þá sé hann að eins leyfður samkvæmt regl-
um, er dýralæknar landsins setja, enda hafi þeir um-
sjón með hinurn innflutta búpeningi, svo lengi sem
þörf krefur.
Aftur á móti geta sjúkdómsorsakir verið til staðar
í innfluttu alidýrunum, en sem ekki er á valdi dýra-
lækna að varast, t. d. ýmsir innyflaormar, arfgengar
veiklanir (sygelige Dispositioner) o. s. frv. Þó mundu
þessi síðastnefndu vandkvæði koma minna að sök,
væri að eins um innflutning sauðfjár að ræða til tak-
markaðrar blöndunar — einblöndunar til slátur-
framleiðslu.