Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 37
BÚNAÐARRIT
291
t. d. 10 kg., þarf því: Til viðhalds 6 til 7 kg. á dag
V X (1,2 til 1,3) = 5X (1,2 til 1,3)= 6,0—6,5 - - -
Alls 12 —13,5 kg. töðu
á dag, eða 24 til 27 merkur í mál. Þetta mun fleirum
þykja of lágt en hátt, og Kellner telur þetta hærra, eins
og sjá má í téðri ritgerð bls. 69 efst.
Þetta er nú sú villa, er eg hefl fundið í téðri grein
við grandskoðun hennar.
Við Jón H. Þorbergsson ætla eg ekki í ritdeilur, en
til þess að lesendur Búnaðarritsins sjái, að eg er ekki
sá eini, er lít öðrum augum á deiluatriði okkar, skal eg
birta þýðingu á bréfl til mín frá Harald Faber, landbún-
aðarráðunaut Dana i Lundúnum. Neðanmáls er það á
dönsku, svo sjá megi, að það sé rétt þýtt að efninu til.1)
Faber segir svo:
„Landbúnaðarliáskólar eru hér engir. Með búnaðarfrœðslu
eru menn enn komnir stutt áleiðis, þ. e. a. 8. á seinni árum haía
stöðugt bæzt við nýir og nýir duglegir kennarar, en nemend-
urnir, sem til þeirra koma, eru svo ifla undirbúnir, að námið
verður að byrja á því, som yður mun finnast lítilmótlegt.
Orð eins og fóðureining og verðeining eru mjög lítið notuð
í Englandi og enskir bændur alment vita varla hvað meint. er
með þeim. Orðið „food-unit“ er notað, en eg ofa að hinir ýmsu,
sem nota það, meini ætíð hið sama. Kennarar vita auðvitað livað
meint er með þessum orðum, en það kæmi mér ekki á óvart, þó
hinir ýmsu skólar notuðu ýmsar einingar, alt eftir því í hvaða
landi kennararnir hafa lært.
Ensk eftirlitsfélög eru engin til. í vestanverðu Skotlandi
eru eða hafa að minsta kosti verið eftirlitsfélög með dönskum
eftirlitsmönnum (ekki formönnum). Hvort þau nú halda áfram,
eftir að dönsku eftirfltsmennirnir eru farnir heim, veit eg ekki.
1) Landbohöjskolor findes her ikke. Man er i Retning af
Landbrugsundervisning endnu paa etret primitivt Stadium, d. v. s.
man har i de senere Aar f'aaet uddannet, en stadig voxende Stab
af dygtige Landbrugslærere, men det Elovmateriale, de har at
arbejdo med, kommer med saa ringe Forkundskaber, at Under-
visningen maa begynde med Sager, som De vil finde ret elemen-
tære. Begreber som Fodorenheder og Værdifoderenheder er
meget lidt brugt i England, cg engelske Landmænd i Alminde-
lighod anor næppe, hvad der forstaas derved. Ordet „food-unit“
19*