Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 39

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 39
BÚNAÐARRIT Árið 1915. Tíðarfar. Yetur frá nj’jári. Gott vetrarfar mátti heita um land alt og sumstaðar ágætt. — í Skaftafellssýslum komu engin stór íhlaup; voru þar oftast nokkrir hagar, svo sjaldan þurfti að gefa fulla gjöf fullorðnu fé né útigangs- hrossum nema fáa daga í senn. Úr Rangárvallasýslu er skrifað, að veturinn hafl verið svo góður, að gamlir menn þykist ekki muna jafn-góðan. í Árnessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu bezta tíð allan fyrsta mánuð ársins, eftir það snjóasamt og gjaffelt fram undir lok marz; þá batnaði tíðin alfarið. Hætt að gefa sauðfé um mánáðamótin apríl—maí. . í Borgarfirði og í héruðunum þar vestur og norður undan var ágætt tíðarfar. Hagar ávalt fyrir fé, og hross gengu viða af í Borgarfirði. í Barðastrandarsýslu var og ágætt tíðarfar frá vetrarsólstöðum ; hafði þá staðið þar bezta tíðarfar í IV2 ár, frásumarsólhvörfum 1913. Yeðráttu- farið var og vægt um alla Vestfirði, þó rak ís inn á ísa- fjarðardjúp um miðjan marz og fylti þar alla firði inn fyrir Miðdjúp; komu þá norðanhríðar með köflum og alt að 20° frost. Sama gæða-vetrarfarið er að segja af Norðurlandi og Austurlandi, nema í Breiðdal og þar í grend voru jarðbönn, svo fé varð víða að gefa inni í 17—19 vikur, og er það nærri dæmalaust þar.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.