Búnaðarrit - 01.12.1916, Qupperneq 40
294
BÚNAÐARRIT
Vorið var þurviðrasamt og kalt um land alt og
gróandinn hægfara. Norður í FJjótum kom enginn hriðar-
dagur um vorið, nema 29. og 30. maí, en þá kom lika
mikil fönn. í þeirri hrið varð hafísinn landfastur. í Eyja-
flrði var öríst um sumarmál. Upp frá því ihlaupasamt,
en kalt og greri seint. 1. júní rak á norðaustan-blind-
hríð, og snjóaði svo að skepnur fentu á Svalbarðsströnd.
Stóð kastið 2—3 daga. Fyrsta daginn fylti allan fjörðinn
með hafís alia leið inn á Leiru, en að fáum dögum liðn-
um gisnaði hann mjög og hvarf að mestu af innfirðin-
um, en alt var fult úti fyrir, alt austur um Tjörnes.
Kuldinn altaf hinn sami, en veður jafnan gott, sólskin
og sjaldan þoka. Snemma í júlí rak isinn inn aftur, og
var þá um tíma 1—3° C. meðalhiti, þokur og fúlviðri.
Síðari hluta júlí flæktist ísinn að mestu burt og alveg
frá landinu í fyrri hluta ágúst.
Vorveðráttan hagstæðust í Skaftafellssýslu, einkum
austanverðri.
Sumarið var þurviðrasamt um land alt fram undir
miðjan ágúst, eftir það fremur óþurkasamt sunnanlands.
í Skaftafellssýslu brá til slíkra óþurka með höfuðdegi,
að þess eru ekki dæmi í minni núljfandi manna. I austur-
hluta Mýrdals kom enginn dagur þur til enda frá höfuð-
degi og þangað til í 2. viku vetrar.
Haustið og veturinn til mjjárs. Mild veðrátta en
votviðrasöm sunnanlands. Reykvikingar gátu lítið sem
ekkert plægt um haustið vegna votviðra. Aðfaranótt hins
31. okt. fraus í fyrsta sinn hér í Reykjavík, og 10. nóv.
lagði Tjörnina í fyrsta sinn á þessu hausti.
Öndvegistíð alt haustið um Borgarfjörð; með lang-
minsta móti búið að gefa fénaði um nýjár. Sama að
segja af öðrum landshlutum. Fiflar og sóleyjar sprungu
út í öndverðum nóvembermánuði á Snæfjallaströnd.
Á Fljótsdalshéraði fór að fölva viku af nóvember. í Breið-