Búnaðarrit - 01.12.1916, Síða 41
BÚNAÐARRIT
295
dal mátti segja að ekki sæist snjór í bygð til ársloka.
í Hornafirði fádæma rigningartíð í október. Fullorðið fé
ekki tekið á gjöf fyr en um jól. í Vestur-Skaftafellssýslu
var alment ekki farið að gefa fullorðnu fé eða hrossum
um árslokin.
Heyföng.
Þótt grasvöxturinn væri seinn á sér, þá varð hann
þó í meðallagi á endanum hér sunnanlands. Austanfjalls
byrjaði slátturinn 10.—15. júlí. Heyskapartíðin mátti og
heita góð á þeim slóðum. Haldið áfram heyskap til
septemberloka. Heyskapur í góðu meðallagi.
1 Borgarfirði varð grasspretta i meðallagi. Túnasláttur
byrjaði með byrjun júlí. Heyin nýttust mjög vel og urðu
mikil og góð. Sama er sagt úr Dölunum, þótt minna
væri látið yfir grasvexti þar.
Á Vestfjörðum urðu heyföng meiri en í meðallagi,
þótt seint sprytti þar, eins og annarstaðar. Við ísafjarðar-
djúp byrjaði sláttur ekki fyr en eftir miðjan júlí.
Norðanlands varð grasspretta í rýrara lagi, nýting
sæmileg. Heyföng í minna meðallagi.
Á Austurlandi seinsprottið. Heyskapartiðin góð og
heyafli því í meðallagi.
í Vestur-Skaftafellssýslu gerði grasmaðkur mikið
tjón, einkum í efri sveitunum. Á nokkrum jörðum eyði-
lagði hann nær alt graslendi, tún, engjar og úthaga.
Heyskapur byrjaði þar alment með síðasta móti. Síðari
hluta sláttarins hröktust hey og ónýttust sumstaðar.
Heyin urðu með allra minsta móti og sumstaðar mjög
hrakin. Urðu því margir að fækka fénaði meir en venju-
legt er, einkum kúm og lömbum.
Garðrækt.
Sunnanlands spruttu garðávextir betur en í meðal-
lagi, sömuleiðis á Akranesi og á Vestfjörðum, en alstaðar
annarsstaðar er spretta þeirra talin með rýrara móti.