Búnaðarrit - 01.12.1916, Síða 42
296
BÚNAÐARRIT
í Eyjafirði spruttu kartöflur mjög illa, og litið var
um rófnauppskeru. Blóm spruttu seint í görðum, en héld-
ust iangt fram á haust.
Úr Mýrdalnum er þess getið, að allmargir bændur
haíi fengið 15—30 tunnur af kartöflum og sumir meira.
Úr Rangárvallasýslu er getið um 6 punda gulrófu, og
að ekki hafi það verið ótítt að 2 pund af kartöflum hafi
fengist undan einu „grasi". — Auðvitað er það eitt af
því ómögulega, að uppskeran geti orðið svo mikil tii
jafnaðar, en gæti hún orðið það, yrði uppskeran úr görð-
unum helmingi meiri en þar sem hún nú er mest.
Fénaðarhöld.
Þau voru í bezta lagi alstaðar um land, nema í
Austur-Skaftafellssýslu og suðurhluta Suður-Múlasýslu.
Skepnur gengu vel fram, enda næg hey, af því vetur var
svo léttur. Lambadauði eigi teljandi. Bráðapestin varð
ekki að tjóni vegna bólusetningarinnar. Þess er getið úr
Rangárvallasýslu, að bráðapest hafi orðið all-skæð hjá
þeim fáu, sem ekki bólusettu.
Sunnan og austan á landinu gerði skitupest í sauð-
fé talsvert tjón. Þess er getið úr Breiðdal og Hornafirði.
Um þetta atriði skrifar Þorleifur Jónsson i Hólum svo
látandi:
„Haustið 1914 var fé með rýrara móti, en hey voru
mikil að vöxtum, en meira og minna hrakin og ornuð
að mun. Fé var tekið um sama leyti og vant var, en
strax á þorra fór að bera allmikið á skitupest, einkum
í lömbum, og þegar á góu fór að bera á hinu sama í
ám, ásamt aflleysi og fleiri kvillum. Siðla á góu fór fé
að drepast frá nægum heyjum, og hélzt það alt á surnar
fram. Varð þess þá fljótt vart, að féð var fult af lungna-
ormum ásamt garna-ormum. Úr þessum voðasjúkdómum
drapst fjöldi fénaðar hér í sýslu. Eftir því sem næst
verður komist hygg eg, að farið hafi ekki færra en 3000