Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 44

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 44
298 BÚNAÐARRIT hóla og i Reynishverfi var lítill afli; nokkru meiri var hann í Vik, einkum í net. Á Hornafirði og næst.u fjörðum þar norður af afl- aðist lítið, mest vegna gæftaleysis. Verzlun. Allar afurðir lands og sjávar voru í geipiverði. Kjöt- verðið var almennast 96 aura kg., mör 90 aura kg., hvít vorull kr. 4,50, gærur 1 kr. til 1,20, smjör kr. 1,60 til 1,70. Vænir dilkar gerðu nálægt 20 kr. Sauðir frá Brú á Jökuldal lögðu sig á 50 kr. í Árnessýslu og Borgar- firði var verð á ám um vorið 22—25 kr.; í Dalasýslu 30—36 kr. Dæmi fundust til hærra verðs bæði í þessum sýslum og eins norður undan, í Húnavatns og Skaga- fjarðar sýslum. Kýr voru seldar á 150—200 kr. og jafnvel hærra hér í Reykjavík. Markaðsverð á hrossum 160—200 kr. Áburðarhross seldust manna á milli á 180 —230 kr. Verð á þurkuöum saltfiski var hér í Reykjavík: nr. 1 kr. 108—123 og nr. 2 kr. 90—112 skippundið. Útlend vara öll var einnig í háu verði, en þó var munurinn meiri á innlendu vöruverði við það sem tíðk- ast hefir áður. Árið má heita veltiár hjá öllum framleiðendum, og er því hagur þeirra með bezta móti. Öðru máli er að gegna með alla þá, er lifa á vinnulaunum sínum, svo sem embættismenn og daglaunamenn; dýrtíðin kemur auðvitað þyngst niður á þeim. Einar Hélgason.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.