Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 84
BDNAÐARRIT.
Umsóknir til Búnaðarfélags íslands um styrk
til nautgriparæktarfélaga 1917 þurfa að vera komnar
til búnaðarfélagsins fyrir lok febrúarmánaðar. Hverri um-
sókn þarf að fylgja reikningur félagsins fyrir síðasta
reikningsár og skýrslur um fóður og mjólk, um fitu-
mælingar, um nautahald og um eftirlitsstarfið.
Til þess að fá betra heildaryfirlit og samræmi er
áskilið, að öll fólögin hafi í skýrslum sínum sama verð
á smjöri, mjólk og aðal-fóðurtegundum, þannig: smjör
1 kr. 60 aura, undanrenning 5 aura, taða og bezta flæði-
engjahey 6 aura, úthey 4 aura, rófur og vothey l1/* eyri
fyrir hvert kg. Annað fóður verður að reikna eftir gangverði.
XJmsólsinii* um garðyrkjukenslu í gróðrar-
stöðinni i Reykjavík 1917 sé sendar Einari garðyrkju-
manni Helgasyni fyrir lok janúarmánaðar. Kenslutími
6 vikur, frá byrjun maímánaðar. Nemendur fá 40 kr.
námsstyrk, og auk þess nokkurn ferðastyrk þeir sem
langt eru að.
Tilbúinn áburður og g-rasíræ.
Samkvæmt ákvörðun Búnaðarfélags íslands panta
eg tilbúinn áburð fyrir þá, sem þess óska. Til þess að
áburðurinn geti komið nógu snemma, verða pantanir og
áætlað andvirði að koma fyrir nýjár. Um verð er ekki
enn hægt að segja neitt ákveðið.
Þeir sem ætla að fá hjá mér grasfræ næsta vor,
sendi mér pöntun fyrir nýjár. Verð þess greiðist við
móttöku.
Reykjavík 21. sept. 1916.
Einar Helgason.