Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 15

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 15
KÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 15 Gestur fró Noregi Torild Skard. Um þessar mundir er stödd hér á landi fulltrúi frá Oslo Studenttinget, ungfrú Torild Skard, stud. ped. Hún er hér í boði Stúdentaráðs í vikutíma og tekur þátt í hátíðahöldunum 1. desember(?). í fyrra kom hingað Björn Petterson, stud. jur., en í vor leið var íslenzkum stúdent, Inga Við- ari Árnasyni, stud. philol., boðið að vera við hátíðahöldin 17. maí, á þjóð- hátíðardegi Norðmanna. Ungfrú Skard var formaður Stúd- entaþingsins síðastliðið ár og er nú fulltrúi á þinginu. Við höfum beðið hana að segja pkkur frá ýmsu því helzta, sem er að gerast í stúdentapólitíkinni við há- skólann í Osló: í háskólanum í Osló eru starfandi fimm stjórnmálafélög. Stærst þeirra er Den konservative Studenterforen- ing, með a. m. k. 300 meðlimi. Næst er Sosialistisk Studentlag, 250 með- limir. Iiin þrjú minni eru Arbeider- partiets Studentlag, Studentvenstre- laget og Kommunistisk Studentlag. Markalínan liggur milli íhaldsins annars vegar og hinna fjögurra vinstri félaga hins vegar. Pólitísku átökin fara fram í Stu- .dentersamfundet, sem hefur um 3000 meðlimi. Það er nokkurs konar mál- fundafélag stúdenta. Þar eru haldnir fjörugir pólitískir umræðufundir vikulega. Kosin er 9 manna stjórn pólitískri kosningu, þannig að annar hvor aðili, hægri eða vinstri, fá alla fulltrúana kjörna. Undanfarin tvö missiri hafa hægri stúdentar haft formennsku í félaginu. Undir stjórn þeirra hefur mjög dregið úr starf- semi félagsins út á við. Þeir hafa oft fengið presta til að halda fyrirlestra og koma af stað umræðum. Og má ýmsar ályktanir af því draga. Þegar Kúbumálið var á dagskrá, komust þeir ekki hjá því að hafa fund þar að lútandi. Að vísu var frummælandi ekki prestur 'heldur einhver blaða- maður. Uumræður urðu heitar, en engin ályktun hlaut tilskilinn meiri- hluta. Hinn 24. nóvember sl. urðu stjórn- arskipti í félaginu og fengu vinstri menn meiri hluta. Stúdentafélagið hefur mikil áhrif á landspólitíkina. Dagblöðin hampa mjög ályktunum þess. Aðgerðir þess vekja ætíð mikla athygli. Það hefur beitt sér fyrir ýmsum mótmælaaðgerðum, t. d. í til- efni af komu Speidels. Einnig hefur það mótmælt kjarnorkuvopnum og atburðunum í Ungverjalandi. Einnig var það fyrir tilstilli Stúdentafélags- ins, að Afríku-ráðstefnan var haldin. Ég segi ykkur frá henni á eftir. Studenttinget, sem samsvarar Stúdentaráði hér, er hins vegar ekki pólitískt. I því sitja nú 58 fulltrúar, sem kosnir eru á almennum stúdenta- fundi í hlutfalli við fjölda stúdenta. Hlutverk þess er að halda uppi ým- issi starfsemi stúdenta, t. d. Stúd- entagörðum, bóksölu, bókaútgáfu, hóteli, ferðaskrifstofu og ýmsu fleiru. Veltufé þess er ca. 180 millj- ónir íslenzkra króna. Þar í er inni- falin fjárveiting ríkisins. Ég var for- maður þingsins í fyrra, ekki vegna þess að ég er sósíalisti, heldur þrátt fyrir það. Ég var nokkurs konar ,,ex- periment“, bæði vegna þess að ég var pólitísk, og auk þess var ég fyrsti kvenformaðurinn. Formaðurinn er kosinn til eins árs í senn. Ég er félagi í Det sosialistiske stu- denterlag; hef verið formaður í því. Við gefum út blaðið Underveis, það kernur út 7 sinnum á ári. Blaðið er ekki selt heldur gefið, og er það því svo fátækt, að við höfum reynt að afla fjár með því að selja blóð okkar á spítalana! Við höfum ekkert rússa- gull! Hins vegar er ritstjóri blaðs íhaldsstúdenta launaður af flokknum sjálfum. Stúdentar skiptast nokkurn veg- inn jafnt í tvo hópa um afstöðu til Efnahagsbandalags Evrópu. Fyrir einu ári var haldinn umræðufundur í Stúdentafélaginu um þetta mál, og voru bornar upp þrjár tillögur: ein um fulla aðild, önnur um aukaaðild og hin þriðja gegn aðild. Tillagan um fulla aðild var felld, sú um aukaaðild virtist við handauppréttingu fá meiri hluta, en í ljós kom við leynilega at- kvæðagreiðslu, að tillagan gegn aðild var samþykkt. Eins og kunnugt er, tóku flokk- arnir við þingkosningar 1961 ekki á- kveðna afstöðu til EBE að undan- skildum kommúnistum og sósíalist- um. Hins vegar tóku þeir þá afstöðu eftir kosningar, sem leiddi til þess, að inntökubeiðni var send EBE í apríl 1962. Almenningur í landinu hefur samt aldrei haft tækifæri til að láta í ljós álit sitt. Inntökubeiðnin þarf % hluta atkvæða á Stórþinginu, og féllu atkvæði svo, að aðeins einn þingmað- ur þarf að breyta afstöðu sinni, til að hún verði felld. Jón E. Ragnarsson, formaður stúd- entaráðs ykkar, spurði mig um dag- inn um álit mitt á því, sem hann kall- aði Oslo-festival! Hann hefur víst átt við Afríku-ráðstefnuna, sem haldin var í Oslo í ágúst sl. og stóð yfir í þrjár vikur. Ráðstefnan var haldin (Framh. á bls. 23.)

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.