Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Síða 24
24
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
PRJÓNASTOFAN SÓLIN
(Framh. af bls. 17.)
plaggötin sem hann hefur fest uppá
(svo!) hurðirnar“. Plaggötin áttu
þannig að fara hvort á sína hurð; og
gott leikskáld hefði ósjálfrátt séð fyr-
ir sér, á hvorri hurðinni fyrra plagg-
ið var og ekki látið sig henda að líma
seinna plaggið oní það.
Halldór Kiljan er ekki nær því en
áður að skrifa fullburða leikrit; og
ég hef litla trú á því, að honum takist
það. Hann hefur sjálfur lýst því,
með réttu, hve leikritið sé miklu
naktara form en skáldsagan; í sög-
unni er sem sé hægt að berja í ýmis-
konar bresti með stílbrögðum og mál-
snilld — og það hefur Kiljan ekki
sparað. Hann kemur því ekki við í
leikritum; og undirritaður vill láta
þá skoðun í ljós að leikritun hans
bendi óviljandi á veilurnar í skáld-
gáfu hans. Ég hygg hann ætti að
hverfa aftur til skáldsögunnar og una
við hana, meðan enn er verkljóst
við borðið.
Bjarni Benediktsson.
Félag róttækra stúdenta.
Aðalfundur Félags róttækra stúdenta var haldinn 12. nóvember sl.
Fundarsókn var góð. Kjörin var ný stjórn. I henni eiga þessir sæti:
Þorvarður Brynjólfsson, stud. med., formaður.
Jón E. Gunnlaugsson, stud. med., gjaldkeri.
Ingi H. Ingimundarson, stud. jur., ritari.
Meðstjórnendur: Ari Jósefsson, stud. mag., Ársæll Jónsson, stud.
med., og Gunnar Gunnarsson, stud. polyt.
í Rauðku, fulltrúaráð felagsins, voru kosin: Guðrún Hallgrímsdóttir,
stud. mag., Bjarni Þjoðleifsson, stud. med., Helgi Valdimarsson, stud.
med., Svavar Sigmundsson, stud. mag., Magnús Jóhannsson, stud. med.,
og Olafur Ragnarsson, stud. jur.
Hver verður formaður?
Blaðið hefur fregnað, að sá maður, sem Sjálfstæðisflokkurinn muni
tefla fram í lagadeild við næstu stúdentaráðskosningar, heiti Styrmir
Gunnarsson, og muni hann eiga að verða formaður stúdentaráðs, ef
hann nær kjöri, og Vaka meirihlutaaðstöðu í ráðinu með „hlutleys-
ingjurn". Þetta er einmitt sá sami Styrmir Gunnarsson, sem á síðast-
liðnum vetri heimtaði í Morgunblaðinu öflugustu varnarvopn, sem
vestræn lýðræðisríki hefðu yfir að ráða til vama íslands.
Óþarfi er að taka fram, að það, sem hann átti við, voru kjarnorku-
eldflaugar og kafbátar.
„Flottræfilsháttur Garðbúa.“
Óánægja ríkir meðal Garðbúa, vegna þess að í vetur féll niður
þvottaþjónusta sú, sem lengi hefur verið. Búið með það. Verða Garð-
búar nú að þeysa um bæinn, hver í sitt þvottahús. Ýmsir þvo þó af sér
sjálfir og eiga sér snúru í herberginu, þurrka þar lín sitt en strauja í
eldhúsi. Þekkjast nú margir Garðbúar frá öðrum stúdentum á
krumpnum skyrtum og þrælabrotum.
Þyngdarpunktur stúdenta.
Háskólabyggingin virðist nú að flestu leyti orðin þröngur stakkur
fyrir starfsemi háskólans. Stafar það af því, að þeir sem byggingar-
málum háskólans réðu, báru ekki gæfu til að spá fram í tímann, bæði
um fjölgun stúdenta og aukna meðalhæð þeirra. Hið síðarnefnda sést
glögglega á handriðinu. Liggur þyngdarpunktur flestra stúdenta nú
langt yfir því, og er margur glæsilegur akademíkerinn mun ófrjálslegri
en ella í kortémnum sakir fallhættunnar um það. Til varnar eiga
sumir þann mótleik að tylla bossanum utan í handriðið, beygja knén
eilítið og húka framhallir, þar til næsta kennslustund hefst.
Væri annars ekki ráð, annaðhvort að hækka handriðið, svo að hægt
sé að styðja sig við það, eða lækka það, svo að hægt sé að sitja á því.
Prófhressing.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson, prófstjóri, hefur sýnt mjög
lofsverðan velvilja og hugsunarsemi við prófmenn. Á síðastliðnum vetri
kom hann fyrir í súlnaganginum við hátíðasalinn setustofu með dúk-
uðum borðum og þægilegum stólum. Auk þess voru á borðunum blóm
í vasa. Fyrir skriflegu prófin opnar hann dyrnar að hátíðasalnum og
leikur af plötum verk sígildra meistara. Berast tónarnir um allan
skólann, fólki til hugarhægðar og yndisauka. Með þessu tekur hann
sárasta hrollinn úr þeim, sem eiga eldraunina framundan.
Krónan.
Sbúdentum mun flestum hafa orðið litið upp í hvelfinguna í forsaln-
um (undanteknir eru auðvitað Vökumenn, því þeir líta aldrei svo hátt)
og greint lítinn staut, sem gengur niður úr henni miðri. Guðjón heitinn
Samúelsson húsameistari hafði ráðgert, að þarna yrði hengd upp dýrð-
leg ljósakróna, gerð af silfurbergi og fleiri góðum íslenzkum steinum.
Ekki hefur orðið meira úr framkvæmdum en stauturinn.
Matsalan á Garði.
Undarlegt má það heita, ef matsalan á Garði ber sig ekki núna éins
hátt og verðið er, og auk þess með tilliti til, að u. þ. b. 120 Garðbúar
eru í skyldufæði eina máltíð á dag. Kostar það á mann 600 krónur á
mánuði, samtals 72 þúsund krónur. Auk þess borða flestir báðar mál-
tíðirnar á matsölunni. Beri hún sig ekki, á enn að hækka fæðisverðið.
Þessi starfsemi greiðir hvorki skatta né húsaleigu, eins og matsölu-
húsin í bænum. Þar við bætist, að þetta er sjálfsafgreiðsla. Hvar liggur
fiskur undir steini?
Gömul saga og ný.
Gömul saga segir frá Don Quixote, riddaranum sjónumhrygga, og
hestasveini hans, Sancho Panza. Don Quixote var síðasti riddarinn.
Veröldina sá hann með öðrum augum en aðrir. Hann unni þeirri konu,
er Dulcina hét hin fagra. Hún var hans hugarfóstur. Gerði hann títt
leit að henni, og lenti þá æ í bardögum. í einni slíkri kom hann í korn-
yrkjuhérað. Á ökrum vann fólk við uppskerustörf, en myllur snerust
fyrir vindi og möluðu korn. Don Quixote sá í vindmyllunum hersveit
óvina. Með nafn Dulcinu hinnar fögru á vörunum hleypti hann hesti
sínum til orustu. Fyrsta vindmyllan sló til hans, svo að hann hófst á
loft og féll særður til jarðar. Á eftir kom Sancho Panza á asna sínum.
Sama á sér stað enn í dag. Þann 1. desember sl. barðist Geir Hall-
grímsson við sjálfsblekkingu sína með nafn hinnar heittelskuðu Am-
eríku í huga.
(---------------------------------------------------------------\
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ. — 30. árg. 1. tbl. 1962. — Útgef.:
Félag róttækra stúdenta. — Ritstj. og ábm.: Hanna Kristín Stef-
ánsdóttir, stud. phil. og Gunnsteinn Gunnarsson, stud. med. —
Aðrir í ritnefnd: Aðalsteinn Davíðsson, stud. mag., Gísli Péturs-
son, stud. phil., Magnús Jóhannsson, stud. med. og Ólafur
Ragnarsson, stud. jur. — Setberg sf. prentaði.
v_______________________________________________________________J
Á