Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 2

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 2
98 S U N N A Færeyjar. í fyrsfa hefti sínu bauðst »Sunna* til að koma á bréfa- samböndum milli færeyskra og íslenzkra barna. Þessu hefir verið mjög vel fagnað, og hafa þegar verið send um 100 bréf til Færeyja, frá ýmsum stöðum á Islandi. Einnig hafa nokkur færeysk börn beðið »Sunnu« að útvega sér bréffélaga á íslandi. Bréfaskipti þessi vekja mikinn fögnuð hjá þeim, sem þátt taka í þeim, báðum megin hafsins, og auka vafalaust vinarhug systraþjóðanna á eylöndunum í Atlantshafi og skilning þeirra hvorrar á annarri. Færeyjar eru næstar Islandi allra byggðra landa. Færeyingar kunna þjóðsögu, sem sýnir glögglega hve stutt er og fljót- farið á milli. Hún er svona: Einu sinni var maður að síga í bjarg í Færeyjum. Bjargið var geysihátt og neðan við það var stórgrýtisurð. Nú vildi svo hörmulega til, að vaðurinn slitnaði og maðurinn hrapaði, og var ekki annað sýnna en hann mundi merjast í kássu, er hann kæmi niður í urðina. En þegar hann byrjaði að hrapa, kallaði hann á Illamann1) og bað hann að hjálpa sér, eins og oft var gert hér áður fyrri. Lofaði hann Illamanni sjálfum sér f kaup, ef hjálpin tækist. Maðurinn kom nú niður í urðina, en þá var Illimaður þar fyrir og greip hann á lofti. Þó var hann helzt til svifaseinn og lenti annað læri mannsins á steini og brotnaði. >Nú á ég þig«, sagði Illimaður. »Nei, þú átt mig ekki, því að lærið brotnaði*, sagði maðurinn. Þeir þrættu nú um þetta um stund, en loks varð Illi- maður að láta í minni pokann fyrir skýrum rökum mannsins, enda hefir slíkt komið fyrir hann oftar, eftir því sem sögur herma. En þá sagði hann: 1) Ulimaöur er færeyslit nafn á Kölska.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.