Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 31

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 31
S U N N A 127 II. „Neistar“ heilir blað Hafnarfjarðar-barnaskóla. Er það fjölritað og kom fyrsta tölublaðið út í des. sl. Blaðið er ritað af börnum. — Ritgerðir um Hafnarfjörð og barnaskólann þar eru í fyrsta blaðinu, nokkrar laglegar vísur eftir börn o. fl. Blaðið er snoturt. III. „Árvakur“ er gefinn út af 8, bekk A Austurbæjarskóla Reykjavíkur. Tvö blöð hafa komið út í vetur, hið fyrra í nóvember, síðara jólablað. Er þetta II. árg. »Árvakurs«. Fyrsta árg. gaf út 7. bekkur D í fyrravetur, en það er sami drengjabekkurinn, sem nú er 8. bekkur A og Aðalsteinn Sig- mundsson hefir kennt báða veturna. »Árvakur« er 16 bls. hvert hefti, með sögum, ljóðum og ritgerðum eftir alia drengina. Heilsíðumynd, er drengirnir hafa teiknað, er á fremstu bls. hvers heftis og auk þess nokkrar aðrar myndir. — »Árvakur« er mjög myndarlegt skólablað og hið skemmtilegasta aflestrar. Eg get ekki stillt mig um að birta hér niðurlag greinar, er heitir »Krían«. Sjónarvottur, Halldór Grímsson, er þar að lýsa dauða kríu-unga: ». . . Litlu seinna reis unginn á fætur og baðaði út vængj- unum, eins og hann vildi lyfta sér á flug. Datt mér í hug, að hann væri í andlátinu, og honum fynndist hann vera að fljúga í gargandi kríuhóp með móður sinni og nyti gleðinnar eftir þeirra mælikvarða. Ðrátt kyrrðist hann aftur, stakk höfð- inu undir væng sér og var þegar látinn. Nokkru síðar tókum við fuglinn og bárum hann upp á fagra hæð, skammt frá bænum, grófum þar holu og lögðum hann þar ofan í, ásamt öðrum fugli, sem ég fann látinn í tröðunum. Við sungum ekkert, en sumarblærinn hvíslaði útfararsönginn og sólin blessaði yfir gröf þessara saklausu viria — — —«. Munu margir öfunda hinn unga höfund af þessari látlausu og fögru lýsingu. Drengirnir selja blað sitt til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. Hefir 8. bekkur A í hyggju að komast til Færeyja að námi loknu í vor. Ágóði af nóvember-blaðinu var 100 krónur. Nokkuð af þeim peningum er fyrir auglýsingar, sem blaðið hefir flutt. — »Árvakur« er fjölritaður.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.