Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 27

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 27
S U N N A 123 látin snúa niður. Þá getur þurft að hafa hvítan pappír miili myndarinnar og »kalkerpappírs- ins«, til þess að hún sjáist. Ersíðan dregið ofan í rnynd- ina, eins og áður er lýst, en nú snýr myndin á dúknum öfugt við frum- myndina. _ Er það nauðsynlegt.tilþess að prentuðu mynd- irnar snúi rétt. 3) Því næst er myndin skorin út. Það er gert með beittum hníf. Er tálgað uppúr dúkn- um, þar sem myndin á að vera hvít, svo að lautirnar verða sem svarar einum þriðja af þykkt dúksins, en dökkar línur og fletir verða upphækkuð á mótinu. Lítur mótið út líkt og landkort með upphleyptum fjallgörðum og hásléttum. II. Þegur myndarmótið er fullgert, má prenta með því svo að segja ótakmarkaðan fjölda mynda. Örlítið af prentsvertu er látið á glerplötu (rúðubrot) og gúmmívalsi ýtt yfir, þangað til hann er jafnsvertur allt í kring. Síðan er valsinn dreginn yfir myndarmótið. Svertist þá það, sem upphækkað er af mótinu, en lautirnar haldast hreinar. Því næst er mótinu þrýst á pappír og prentast þá myndin. Gott er að leggja fjöl ofan á mótið. Þá má stíga ofan á, ef ekki er hægt að þrýsta nógu fast með hendinni. Þannig er ~'~nTT1lílllfii| 111 lllliiliiiiiiniBBawwim.u^ Svafar Jóhannsson (13 ára) Austurb.skóla Rvíkur teiknaði og skar myndina.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.