Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 30

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 30
126 S U N N A það arseniksápu (eitur!) til að verja það rotnun og skemmdum af völdum skordýra. En það verður fullorðinn maður að gera. Skurðirnir á hliðum fisksins eru saumaðir saman, þannig, að sem minnst beri á þeim. Loks er borið glært lakk utan á roðið, þegar það er orðið vel þurrt. Þú mátt ekki láta hugfallast, þó að þér mistakist í fyrsta sinni sem þú reynir að stoppa fisk. Það kemur með æfingu. Kannske Sunna fái að frétta af náttúrugripasöfnunum ykkar? A. S. Barnablöð. »Sunnu« hafa borizt allmörg blöð og nokkrar bækur til umsagnar. Þar á meðal eru nokkur skólablöð. — »Sunnu« þykir vænt um að geta flutt fréttir af ritum þessum, ekki sízt skólablöðunum, sem öll eru skemmtileg og gleðilegur vottur nýs lífs í barnaskólunum. Skal nú að nokkru getið rita þessara: I. „Stjarna“ heitir fjölritað blað, er byrjaði að koma út í haust í sambandi við barnaskólann í Bolungavik. Kom fyrsta tölublaðið út 5. nóv. Hefir »Sunna« fengið þrjú fyrstu blöðin. Er efnið allt frá börnum, nema ein grein, er formaður skóla- nefndar hefir ritað í 2. tbl., þar sem hann örfar bæjarbúa til þess að styðja að útgáfu »Stjörnu« með því að kaupa blaðið. Efni blaðsins er sögur frumsamdar, ferðasögur og stílar úr barna- skólanum, skrítlur o. fl. Utgefendur eru »nokkrir barnaskóla- drengir«, en stúlkur og drengir skrifa í blaðið jöfnum höndum. Svo segja drengirnir í ávarpi í 1. tbl.: »Við vonum, að þið fyrirgefið okkur þó þetta litla blað, sem við byrjum nú að gefa út, sé barnalegt. Við gerum þetta til að æfa okkur í að rita móðurmálið okkar*. Sveinn Halldórsson, skólastjóri í Bolungavík, hefir í bréfi til »Sunnu« Setið þess, að bæjarbúar hafi tekið blaðinu hið bezta. Hvert blað selja drengirnir á 10 aura. — Börnin eru full af áhuga og björtum vonum. Þá er miklu borgið.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.