Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 25

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 25
S U N N A 121 mjög grösugir vellir. En þar fyrir austan er Hafursá, mjög straumhart vatn og oft illt yfirferðar. Þessi á er búin að eyðileggja mjög mikið og gott haglendi. Fyrir austan ána tekur við háls, sem heitir Steigarháls. Þegar upp á hálsinn var komið, sáum við Austur-Mýrdalinn, sem er fögur sveit. Var ég nú feginn að vera rétt kominn heim. Mamma og systir mín tóku á móti okkur, þegar heim kom, og hjálpuðu þær mér til að spretta af hestunum. Fór ég síðan inn í bæ, og fékk mér heita mjólk og brauð, fór síðan í rúmið, og sofnaði vært. Þorsteinn Kr. Jónsson (13 ára), Reynis- og Ðeildarárskóla, V.-Skaftaf. Vina mín. Ég á kind, sem heitir Vina. Pabbi var að bólusetja ærnar og við krakkarnir vorum að hjálpa honum. Hann bólusetti þær til þess, að þær deyi ekki úr pest. Þegar búið var að bólusetja mína kind, hafði hún hausinn niður við gólf. Eg hélt þá að Vina mín mundi deyja og var hér um bil farin að gráta. Það komu tár fram í augun á mér. Um kvöldið, áður en ég fór að hátta, fór ég út í hús til að gá að hvernig henni liði og þá var hún að jórtra. í fyrra hélt ég líka, að hún mundi deyja, og þá fór ég alveg að gráta, því að mér þykir svo vænt um Vinu mína. En Vina lifir enn og það er gaman. Guðrún Ólafsdóttir (12 ára), Strandarskóla, norðan Hvalfjarðar. Rúsínugrautur. Lýsing á jólunum (úr stíl). Á jóladaginn er lesinn lestur og borðað hangikjöt, svo er spilað á hand-spil. Skýin. Ari og Rósa voru að horfa á flugvélina. Hún hvarf bak við ský. Rósa: Það eru ský, þetta hvíta og gráa á himninum. Ari: Líka þetta bláa. Rósa: Jam.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.