Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 20

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 20
S U N N A Þjóðir þessar eru að ýmsu leyti mjög merkilegar. Menning þeirra er mörg þús- und ára gömul og sérkennileg. Vísinda- menn þeirra og hugvitsmenn í fornöld fundu upp ýmislegt, sem Evrópumenn kynntust ekki fyr en mörgum öldum síðar. Til dæmis um menningu þeirra má geta þess, að Kínverjar ræktuðu mór- berjatré, sem silkiormurinn lifir á, og fram- leiddu silki, ennfremur gáfu þeir út bækur, bjuggu til pappír, púður o. fl. — En þessum þjóð- um fór ekki fram að sama skapi eins og Evrópumönnum. Hafa þær því dregizt aftur úr á ýmsum sviðum, en í seinni tíð tekið eitt og annað eftir hvítum mönnum, og standa nú jafnfætis þeim, einkum Japanar, sem eru mjög dugleg þjóð og gáfuð. Kínverjar eru seinni að taka upp siðu annarra manna, þó að margt sé nú að breytast hjá þeim frá gömlum venjum og starfsháttum. Þjóðum þessum getum við kynnzt bezt með því, að bregða okkur snöggvast inn á heimili þeirra og litast um. Skulum við koma á japanskt heimili og velja þokkalegt hús í borg eða þorpi. Húsið, sem við heimsækjum, er ekki nema tvílyft. Flest hús í Japan eru lág. Þykir ekki heppilegt að hafa háreistar bygg- ingar, vegna jarðskjálfta, sem þar eru tíðir og stórkostlegir. Húsið er ómálað, með svörtu, þungu tígulsteinsþaki, sem hvílir á gráum stoðum úr tré. Gegnum húsið sjáum við út í garð að húsabaki. Vtri veggina er hægt að draga til hliðar á dag- inn, svo að útiloftið leikur um húsið frá öllum hliðum. Við sjáum næstum allt húsið af götunni og þegar við komum inn, sjáum við ekki húsmuni, eins og við eigum að venjast. Hvar er borðið? Hvergi, því að Japanar nota ekki borð, eins og við. Hvar eru stólarnir? Við sjáum aðeins sessur eða púða, sem þeir hafa á gólf- inu. Japönum þykir gott að sitja á gólfinu á sessum þessum. 116 Skór Kóreubúa.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.