Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 15

Sunna - 01.01.1933, Blaðsíða 15
S U N N A 111 Það er skoðun mín, að skólalífið sé aðallega undir því komið, eða skapist að mestu leyti af því, hvernig kennarinn er. Ef kennarinn ávinnur sér virðingu og traust hjá börnun- um og þau finna að hann er maður, sem þau mega treysta, þá munu börnin laðast að honum og þykja vænt um hann. En sá maður, sem börnin bera virðingu fyrir og þykir vænt um, hann á auðvelt með að hafa áhrif á þau. Og þegar börnin finna, að í skólanum er ávalt reynt að glæða hið góða og göfuga hjá þeim, þá þykir þeim vissulega mjög vænt um skólann. En börnin þurfa Iíka að bera hlýjan hug hvert til annars. Mér finnst t. d. að börnin ættu að hafa eitthvert sér- stakt samstarf í sambandi við skólann. Ef það væri eitthvað, sem þau öll hefðu áhuga á, og í sameiningu kepptust við að koma í framkvæmd, þá mundi það efla samvinnuhug og innilegt samkomulag milli barnanna. Mér þykir mjög vænt um skólann minn. A hverju kvöldi hlakka ég til að koma í hann næsta dag. Eg hlakka til þess að fá að heyra þar margt fróðlegt og skemmtilegt. Og ég vildi óska, að öllum börnum þætti vænt um skólann sinn, því ég finn hve mikla þýðingu það hefir, í sambandi við það, hvaða áhrif skólavera barnanna hefir á þau. Svanlaug Asmundsdóttir (12 ára), Hólmavík, Slrandasýslu. í sveitinni minni er farskóli. Hvert barn nýtur aðeins þriggja mánaða kcnnslu. Þessi vetur er þriðji skólaveturinn minn. Skólaslofan okkar er lítil og Iág undir loft, skólaáhöld fá og ófullkomin. Þrátt fyrir það þykir mér innilega vænt um skól- ann minn, kennslukonuna og skólasystkinin. Suma dagana er veðrið svo vont, að ég get ekki gengið í skóla. Það þykir mér mjög slæmt. Ég vildi að ég gæti gengið í skólann á hverjum degi allt árið. Engu barni getur þótt vænna um skólann sinn heldur en mér, þótt þeir séu stærri og glæsi- legri. Ég hygg því, að börnunum geti þótt vænt um skólann sinn, þó að hann hafi ekki aðra kosti en þann, að kennarinn sé starfi sínu vaxinn og hafi lag á að gera börnunum námið ljúft og inndælt. Ingibjörg Magnúsdóttir(\2 ára), Feigsdal, Arnarf.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.