Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 10

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 10
138 S U N N A lega upp á náðir annarra manna komnir. Þeir gera til- raunir til að stöðva skip í von um ölmusugjafir eða einhvern feng. Annarstaðar leggja þeir bátunum við akkeri, ganga á land og heimsækja þorp og sveitir og betla. Sjúklingar, t. d. holdsveikir menn, eru á sumum þessum bátum. Vmsir gefa þeim drjúgan skilding, til þess að þeir víki af almannaleiðum. Svo eru húsabátarnir, sem eru heimili mörg hundruð þús- unda Kínverja. Ef við kæmum á eitt slíkt heimili, myndi okkur finnast einkennilegt um að litast. Húsmunir eru þar hvorki margir eða fjölbreyttir, því að undir þiljum er aðeins dvalið, þegar veður er eigi gott og um nætur. Fjölskyldan kann vel við sig undir beru lofti. Börnin leika sér á þilfarinu og oft má sjá smábörn með svolitla tunnu eða kút á bakinu, þegar þau leika sér. Þetta eru björgunartæki, sem höfð eru til var- úðar, því að oft getur það komið fyrir, að börnin detti út af heimili sínu, í vatnið. Fjöldi manna fæðist, lifir og deyr á húsabátum þessum. Frá Kínverjum mætti segja enn svo undra margt, ekki sízt hinum mörgu einkennilegu siðum þeirra og má vel vera, að frá þeim verði sagt síðar. V. Brúnir menn. Frá Kínverjum höldum við suður á bóginn, til þess að hitta brúnu mennina eða Malajana. Aðalheimkynni þeirra er Austur- Indland, Malakkaskaginn og Indlandseyjar. Á slóðum þessum er þó fjöldi af öðrum þjóðflokkum, bæði af Mongólum og Erönum (hvítum mönnum), einnig svertingjum. Heimkynni Malajanna er í hitabeltislöndum, þar sem brenn- heit hádegissólin hellir geislaflóði sínu yfir fjölbreytt dýralíf og fjölskrúðugan jurtagróður. Þarna er heimkynni tígrisdýra og fleiri hættulegra rándýra. Skriðdýr, t. d. höggormar og eiturslöngur, eru þar víðsvegar. ]urtagóðurinn er mjög mikill. Þar eru ræktuð suðræn aldini, bananar og kaffi, sykur og tóbak, kryddjurtir ýmsar, pipar, negull og múskathnetur, einnig rís, baðmull og margt fleira. Skógar eru þarna víða hávaxnir, þéttir og stórkostlegir.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.