Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 13

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 13
S U N N A 141 hverjum degi nægja sína þjáningu. Hugsa þeir ekki langt fram í tímann og safna ekki matarforða til langs tíma. Fer svo mörgum suðrænum náttúrubörnum, þar sem gæði jarðar eru mikil. G. M. M. Vísubotnar. í nóvemberhefti Sunnu var vísuhelmingur og var heitið á lesendur að botna. Hér birtast þeir botnar, sem okkur hafa borizt frá skólabörnum. Helmingur Sunnu er svona: Þegar hlíðar þekur snjór, þeysa skíðagarpar — — -----Fara víða um fjöllin stór, frá sér kvíða varpa. Eða: -----Flokkur víða um fjöllin stór frá sér kvíða varpar. Guðmundur Guðmundsson (12 ára) Austurbsk. Rv. -----Bregður víða bauga-Þór beygjur fríðar, snarpar, -----Engu kvíðir æskan stór eftir hríðar snarpar. Halldór Grímsson (13 ára) Austurb.sk. Rvík. — — Bliknar víði- og berjamór, bresta á hriðar snarpar. Halldóra Magnúsdóttir (11 ára) barnask. Stafh.t. — — Fjölum ríða um refa kór, rista og sníða fanna bjór. Jón Höskuldsson (14 ára) sjúkrahús ísafjarðar. — — Fugla fríða hrekur Þór, fyllast víða sarpar. Karl Sigurðsson (13 ára) Austurbsk. Rvíkur.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.